Veikindi og slys

Hér verður gerð grein fyrir réttindum félagsmanna
vegna veikinda, atvinnusjúkdóma, slysa og veikinda barna.
Þeir aðilar sem koma að því að byggja upp réttindi við þessar aðstæður
eru laungreiðendur og greiða þeir rétt samkvæmt kjarasamningum,
Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Þórshafnar og Tryggingastofnun ríkisins.
Þegar um er að ræða varanlegt orkutap og tekjutap vegna veikinda
og slysa koma til réttindi hjá Lífeyrissjóði Norðurlands.

Rétt er að vekja athygli á að veikindaréttur
er misjafn eftir því hvaða kjarasamningur nær til starfs viðkomandi
starfsmanns. Hér á eftir verður kynntur veikindaréttur skv. kjarasamningi
á almennum vinnumarkaði (Starfsgreinasambandið/Samtök atvinnulífsins).

Veikinda- og slysaréttur skv. kjarasamningi Verkalýðfélags
Þórshafnar á almennum vinnumarkaði:

Starfsaldur

Veikindi og slys

Atvinnusjúkdómar og vinnuslys

Veikindi barna yngri en 13 ára

Á 1. mánuði

 

3 mán. á dagvinnulaunum

 

Efir 1 mán. starf

2 dagar á fullum launum

2 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 2 mán. starf

4 dagar á fullum launum

4 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 3 mán. starf

6 dagar á fullum launum

6 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 4 mán. starf

8 dagar á fullum launum

8 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 5 mán. starf

10 dagar á fullum launum

10 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 6 mán. starf

12 dagar á fullum launum

12 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 7 mán. starf

14 dagar á fullum launum

14 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 8 mán. starf

16 dagar á fullum launum

16 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 9 mán. starf

18 dagar á fullum launum

18 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 10 mán. starf

20 dagar á fullum launum

20 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 11 mán. starf

22 dagar á fullum launum

22 dagar á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

7 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 1 árs staf

1 mán. á fullum launum

1 mán. á fullum launum
3 mán. á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 2 ára starf

1 mán. á fullum launum
1 mán. á dagv.launum

1 mán. á fullum launum
4 mán. á dagv.launum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 3 ára starf

1 mán. á fullum launum
2 mán. á dagv.launum

1 mán. á fullum launum
5 mán. á dagv.launum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 5 ára starf

1 mán. á fullum launum
1 mán. á fullum dagv.laun.
2 mán. á dagv.launum

1 mán. á fullum launum
1 mán. á fullum dagv.laun.
5 mán. á dagv.launum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Veikindaréttur miðast við heildarrétt á hverju
12 mánaða tímabili.
Ef launagreiðandi óskar eftir læknisvottorði greiðir hann kostnað
vegna þess.
Við vinnuslys greiðir launagreiðandi allan eðlilegan sjúkrakostnað
s.s. lækniskostnað, lyf og akstur.

Vinnuslys og atvinnusjúkdómar
Þegar starfsmaður slasast í vinnu eða
á beinni leið til eða frá vinnu er mikilvægt að tilkynna það til
Vinnueftirlits ríkisins á sérstökum eyðublöðum. Þegar um er að ræða
alvarlegri slys sem kunna að valda fjarveru um lengri tíma er mikilvægt
að kalla Vinnueftirlitið og Lögreglu á vettvang til úttektar og
skýrslutöku.

Víðtækari réttindi en kjarasamningur kveður
á um

Við sérstakar aðstæður getur réttur félagsmanna
vegna vinnuslysa / atvinnusjúkdóma verið lengri en kjarasamningar
kveða á um, t.d. ef ástæður vinnuslyss / atvinnusjúkdóms eru á ábyrgð
launagreiðandans eða fulltrúa hans s.s. vegna ónógs öryggisbúnaðar
á vinnustað, rangrar notkunar á honum, hættulegrar vinnuaðstöðu
eða annarra ástæðna af þessu tagi. Í málum sem þessum aðstoðar lögmaður
stéttarfélaganna félagsmenn.

 

Réttindi hjá Sjúkrasjóði
Verkalýðsfélags Þórshafnar

Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Þórshafnar njóta fjölbreyttra réttinda hjá sjúkrasjóðnum í samræmi við reglugerð hans. Helstu réttindi eru:
– Sjúkradagpeningar í allt að 120 daga eftir að kjarasamningsbundnum launagreiðslum vegna veikinda eða slysa lýkur. Greiðast þeir samhliða sjúkradagpeningum frá T.R. og nema samanlagt allt að 80% af launum síðustu 6 mánaða fyrir veikindi miðað við greidd iðgjöld.

– Sjúkradagpeningar í allt að 90 daga eftir að kjarasamningsbundnum launagreiðslum vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Greiðast þeir samhliða sjúkradagpeningum frá T.R. og nema samanlagt allt að 80% af launum síðustu 6 mánaða fyrir veikindi miðað við greidd iðgjöld.

– Sjúkradagpeningar í allt að 90 daga vegna alvarlegra veikinda maka. Greiðast þeir samhliða sjúkradagpeningum frá T.R. og nema samanlagt allt að 80% af launum síðustu 6 mánaða fyrir veikindi miðað við greidd iðgjöld
– Fæðingarstyrkur er greiddur til félagsmanna sem greitt hafa í félagið í 12 mánuði fyrir fæðingu barns. Styrkurinn er allt að kr. 120.000,- séu báðir foreldrar í félaginu.
– Sjóðsstjórn er heimilt að styrkja sjóðfélaga vegna sjúkranudds, sjúkraþjálfunar og annarar endurhæfingar, skoðunar hjá hjartavernd og kaupa á stoðtækjum, aldrei skal þó greiða meira en 50% af slíkum kostnaði.

– Sjúkrasjóður endurgreiðir að fullu krabbameinsskoðun.
– Sjúkrasjóður veitir úrfararstyrk allt að kr. 300.000 vegna fráfalls félagsmanna. Greiðsluupphæð fer eftir því hve langan tíma viðkomandi var félagsmaður.
– Félagsmenn eiga rétt á allt að 3000 kr. niðurgreiðslu per. skipti vegna meðferðar hjá sálfræðingi.

Sótt er um greiðslur á sérstökum eyðublöðum sem
hægt er að fá hér eða hjá
Skrifstofu stéttarfélaganna.

Réttindi hjá Lífeyrissjóði Norðurlands [www.ln.is]
Sjóðsfélagar hjá Lífeyrissjóði Norðurlands
sem verða fyrir tekjutapi vegna skertrar vinnugetu 50% eða umfram
það vegna veikinda eða slysa, eiga rétt á örorkulífeyri og barnalífeyri.
Maki sjóðsfélaga sem fellur frá á rétt á makalífeyri og barnalífeyri.

Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá sjóðnum sími 460-4500.

Réttindi hjá Tryggingastofnun ríkisins [www.tr.is]
Starfmenn sem verða fyrir slysi eiga rétt
á slysadagpeningum frá og með áttunda degi eftir slys enda standi
veikindi lengur en 10 daga. Slysadagpeningar greiðast í allt að
52 vikur. Meðan launþegi nýtur launa vegna slyssins ganga slysadagpeningar
og barnadagpeningar til launagreiðandans.

Í veikindum eiga
starfsmenn sem verið hafa í fullu starfi rétt
á sjúkradagpeningum og barnadagpeningum. Sjúkradagpeningar
greiðast í allt að 52 vikur og greiðast frá
lokum veikindaréttar hjá vinnuveitenda.

Sótt er um slysadagpeninga og sjúkradagpeninga
hjá umboðsmanni Tryggingarstofnunar ríkisins á sýsluskrifstofunni
á Húsavík sími 464-1300.

Allar nánari upplýsingar um réttindi félagsmanna
í veikindum og slysum eru veittar á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar sími: 468-1160 og á Skrifstofu stéttarfélaganna
sími: 464-6600.