Kjarasamningar

Verkalýðsfélag Þórshafnar er aðili að nokkrum kjarasamningum sem félagsmenn geta nálgast á skrifstofu félagsins eða hjá trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim helstu.

Kjarasamningur SGS/VÞ við Samtök atvinnulífsins frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018.
Kjarasamningur SGS við SA 1. maí 2015 – 31. des 2018
Eftir þessum kjarasamningi starfa flestir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Þórshafnar s.s. fiskvinnslufólk, verkamenn við bensínafgreiðslu, bifreiða- og tækjastjórnendur og almennt verkafólk.

SGS við SA vegna starfsmanna á veitinga-, gisti- og greiðasölustöðum og við hliðstæða starfsemi frá 1. maí 2015 – 31. desember 2018
Eftir þessum kjarasamningi starfa félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar sem vinna á veitinga-, gisti- og greiðasölustöðum.

Kjarasamningur LÍV/VÞ vegna verslurnar- og skrifstofufólks við SA frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018
Eftir þessum kjarasamningi starfa félagsmenn í Verkalýðsfélagi Þórshafnar  sem vinna í verslunum og við skrifstofustörf.

VÞ/SGS við sveitarfélögin (SNS) 1. maí 2015 – 31. mars 2019
Eftir þessum kjarasamningi starfa félagsmenn í Verkalýðsfélagi Þórshafnar sem vinna hjá sveitarfélögum þ.a.m. Langanesbyggð. Gildir frá 1. maí 2015.

SGS við fjármálaráðhreea f.h. Ríkissjóðs 1. maí 2015-1. mars 2019
Eftir þessum kjarasamningi starfa félagsmenn í Verkalýðsfélagi Þórshafnar sem vinna hjá ríkinu s.s. starfmenn við skógrækt, landgræðslu, landvörslu, vegagerð og ræstingar.

Sjómannasamband Íslands við Landssamband Íslenskra Útvegsmanna frá 2009.
SGS og LS frá 21. janúar 2016
Eftir þessum kjarasamningi starfa sjómenn í Verkalýðsfélagi Þórshafnar.

Kjarasamningur SGS/VÞ og Landsambands smábátaeigenda 1.maí 2015-31.des 2018
Eftir þessum samninga starfa þeir sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landiannarra en þeirra sem eru hlutaráðnir, enda gilda þar ákvæði sjómannasamninga.Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.

Sérkjarasamningur milli VÞ og SA vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn

SGS / VÞ við Bændasamtök Ísland frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018
Eftir þessum kjarasamningi starfa félagsmenn í VÞ sem vinna við bústörf á bændabýlum.

Kjarasamningur milli Bílgreinasambandsins annars vegar og Samiðnar – Sambands iðnfélaga f.h. aðildarfélaga í bílgreinum hins vegar 1. maí 2015 -31. des 2018

Kjarasamningur milli VÞ og SA um kaup og kjör starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn.
Sérkjarsamningur VÞ og SA vegna starsmanna í fiskimjölsverksmiðju ÍV á Þórshöfn
Eftir þessum kjarasamningi starfa félagsmenn í Verkalýðsfélagi Þórshafnar sem vinna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins á Þórshöfn.

Kjarasamningur SGS og NPA-miðstöðvarinnar 2015-2018
Eftir þessum kjarasamningi starfa félagsmenn í VÞ sem vinna aðstoðarstörf við fatlað fólk.