Fræðslumál

Félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Þórshafnar bjóðast ýmsir styrkir til starfsmenntunar. Styrkirnir tengjast námskeiðum sem menn sækja og námi á háskólastigi. Greiðslur Verkalýðsfélags Þórshafnar miðast við að menn séu greiðendur til félagsins þegar námskeið eru sótt eða meðan á námi á háskólastigi stendur. Verkalýðsfélag Þórshafnar er aðili að nokkrum sjóðum til að tryggja félagsmönnum góðan aðgang að styrkjum.

Hér má nálgast upplýsingar um réttindi í starfsmenntasjóðum.

Áttin

Áttin sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.

Landsmennt

Þeir sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins eiga aðild að Landsmennt.

Sveitamennt

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum eiga aðild að Sveitamennt.

Ríkismennt

Félagsmenn sem starfa hjá stofnunum ríkisins eiga aðild að Ríkismennt.

Sjómennt

Félagsmenn sem starfa við sjómensku eiga aðild að Sjómennt.

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks

Félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins eiga aðild að Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.

Styrkir til fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisstofnana.

Vinnuveitendur, stéttarfélög og/eða fræðsluaðilar geta sótt um styrki til stjórna sjóðanna vegna fræðsluverkefnis innan vinnustaðarins. Í umsókninni þurfa að koma fram helstu upplýsingar um verkefnið. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðanna eða á skrifstofu félagsins í síma 468-1160.