Verkalýðsfélag Þórshafnar

logo-vthVerkalýðsfélag Þórshafnar var stofnað 16. júlí 1926, á heimili Guðmundar Einarssonar, Garði á Þórshöfn. Guðmundur var jafnframt kosinn fyrsti formaður þess. Félagssvæðið nær yfir Langanes og Þistilfjörð. Félagsmenn í lok ársins 2010 voru 203. Árið 1938 gekk Verkalýðsfélag Þórshafnar í Alþýðusamband Íslands. Félagið er einnig aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands, Landsambandi íslenskra verslunarmanna, Samiðn og Alþýðusambandi Norðurlands. Þann 4. janúar 2001 undirritaði Verkalýðsfélag Þórshafnar samstarfssamning við Skrifstofu Stéttarfélaganna á Húsavík. Samkvæmt honum mun Skrifstofa Stéttarfélaganna veita Verkalýðsfélagi Þórshafnar aðstoð og ráðgjöf við dagleg verkefni félagsins. Tilgangur samstarfsins er í megin atriðum að efla Verkalýðsfélag Þórshafnar og vinna að sameiginlegum hagsmunum félaganna.

Skrifstofa félagsins er staðsett að Langanesvegi 18 á Þórshöfn. Hún er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 9:00-12:00.

Sími: 468-1160
Fax: 468-1307
GSM: 894-7360
E-mail: verkthor@simnet.is