Veikindi og slys

Hér verður gerð grein fyrir réttindum félagsmanna
vegna veikinda, atvinnusjúkdóma, slysa og veikinda barna.
Þeir aðilar sem koma að því að byggja upp réttindi við þessar aðstæður
eru laungreiðendur í samræmi við kjarasamning og Tryggingastofnun
ríkisins.

 

Styrktarsjóður BSRB

Við langvarandi veikindi getur réttir til launa hjá vinnuveitenda klárast áður en félagsmaður kemst aftur til vinnu, getur myndast réttur til greiðslu sjúkradagpeninga hjá Styrktarsjóði BSRB.

Sjóðurinn endurgreiðir einnig ýmsan útlagðar kostnað vegna heilbrigðismála, s.s. vegna sjúkraþjálfundar, gleraugnakaupa og tannlæknaþjónustu. Einnig greiðir hann fæðingarstyrki, útfarastyrki og fleira.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað og aðrar upplýsingar á heimasíður Styrktarsjóðsins.

Þegar um er að ræða varanlegt orkutap og tekjutap vegna veikinda
og slysa koma til réttindi hjá Lífeyrissjóði sveitarfélaga og Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins.

 

Veikinda- og slysaréttur skv. kjarasamningi Starfsmannafélags
Húsavikur (B.S.R.B.) við Launanefnd sveitarfélaga og fjármálaráðherra
f.h. ríkisins:

Starfsmenn ráðnir til lengri tíma en tveggja
mánaða:

Starfsaldur

Veikindi og slys

Atvinnusjúkdómar og vinnuslys

Veikindi barna yngri en 13 ára

Eftir 0-3 mánaða starf

14 dagar á fullum launum

14 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 3-6 mánaða starf

35 dagar á fullum launum

35 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 6-12 mánaða starf

119 dagar á fullum launum

119 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 1 árs starf

133 dagar á fullum launum

133 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 7 ára starf

175 dagar á fullum launum

175 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 12 ára starf

273 dagar á fullum launum

273 dagar á fullum launum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Eftir 18 ára starf

360 dagar á fullumlaunum

360 dagar á fullum launum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Veikindaréttur miðast við heildarrétt á hverju
12 mánaða tímabili og telst í almanksdögum.
Ef launagreiðandi óskar eftir læknisvottorði greiðir hann kostnað
vegna þess.
Við vinnuslys greiðir launagreiðandi allan eðlilegan sjúkrakostnað
s.s. lækniskostnað, lyf og akstur.
Við mat á starfsaldri til launa í veikindum skal meta starfsaldur
í störfum hjá ríki, bæ og stofnunum sem reknar eru fyrir almannafé.
Starfsmaður sem leystur er frá störfum vegna veikinda, heldur fullum
launum í þrjá mánuði.
Maki látins starfsmanns á rétt á fullum launum í þrjá mánuði.

 

Starfsmenn ráðnir til skemri tíma en tveggja
mánaða
:

Starfsaldur

Veikindi og slys

Atvinnusjúkdómar og vinnuslys

Veikindi barna yngri en 13 ára

Á 1. mánuði í starfi

2 dagar á fullum launum

2 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Á 2. mánuði í starfi

4 dagar á fullum launum

4 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Á 3 mánuði í starfi

6 dagar á fullum launum

6 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 3 mánuði í starfi

14 dagar á fullum launum

14 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Efir 6 mánuði í starfi

30 dagar á fullum launum

30 dagar á fullum launum
91 dagur á dagvinnulaunum

10 dagar, dagvinna og vaktaálag

Veikindaréttur miðast við heildarrétt á hverju
12 mánaða tímabili og telst í almanksdögum.
Ef launagreiðandi óskar eftir læknisvottorði greiðir hann kostnað
vegna þess.
Við vinnuslys greiðir launagreiðandi allan eðlilegan sjúkrakostnað
s.s. lækniskostnað, lyf og akstur.

 

Vinnuslys og atvinnusjúkdómar
Þegar starfsmaður slasast í vinnu eða
á beinni leið til eða frá vinnu er mikilvægt að tilkynna það til
Vinnueftirlits ríkisins á sérstökum eyðublöðum. Þegar um er að ræða
alvarlegri slys sem kunna að valda fjarveru um lengri tíma er mikilvægt
að kalla Vinnueftirlitið og Lögreglu á vettvang til úttektar og
skýrslutöku.

 

Víðtækari réttindi en kjarasamningur kveður
á um

Við sérstakar aðstæður getur réttur
félagsmanna vegna vinnuslysa / atvinnusjúkdóma verið lengri en kjarasamningar
kveða á um, t.d. ef ástæður vinnuslyss / atvinnusjúkdóms eru á ábyrgð
launagreiðandans eða fulltrúa hans s.s. vegna ónógs öryggisbúnaðar
á vinnustað, rangrar notkunar á honum, hættulegrar vinnuaðstöðu
eða annarra ástæðna af þessu tagi. Í málum sem þessum aðstoðar lögmaður
stéttarfélaganna félagsmenn.

 

Styrkur vegna heilsuræktar
Starfsmannafélag Húsavíkur styrkir félagsmenn
sína vegna þátttöku þeirra í heilsurækt. Félagsmenn ákveða sjálfir
hverskonar heilsurækt þeir stunda. Kvittunum um þátttöku í heilsurækt
er framvísað á Skrifstofu stéttarfélaganna til greiðslu styrksins.

 

Réttindi hjá Lífeyrissjóði Sveitarfélaga og
ífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Sjóðsfélagar sem verða fyrir tekjutapi vegna
skertrar vinnugetu 50% eða umfram það vegna veikinda eða slysa,
eiga rétt á örorkulífeyri og barnalífeyri. Maki sjóðsfélaga sem
fellur frá á rétt á makalífeyri og barnalífeyri.

 

Réttindi hjá Tryggingastofnun ríkisins [www.tr.is]
Starfmenn sem verða fyrir slysi eiga
rétt á slysadagpeningum frá og með áttunda degi eftir slys enda
standi veikindi lengur en 10 daga. Slysadagpeningar greiðast í allt
að 52 vikur. Meðan launþegi nýtur launa vegna slyssins ganga slysadagpeningar
og barnadagpeningar til launagreiðandans.

Í veikindum eiga
starfsmenn sem verið hafa í fullu starfi rétt
á sjúkradagpeningum og barnadagpeningum. Sjúkradagpeningar
greiðast í allt að 52 vikur og greiðast frá
lokum veikindaréttar hjá vinnuveitenda.

Sótt er um slysadagpeninga og sjúkrdagpeninga
hjá umboðsmanni Tryggingarstofnunar ríkisins á sýsluskrifstofunni
á Húsavík sími 464-1300.

Allar nánari upplýsingar um réttindi félagsmanna
í veikindum og slysum eru veittar á Skrifstofu stéttarfélaganna
sími 464-6600.