Afsláttarkjör á flugi fyrir félagsmenn

Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða sérkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á Skrifstofu stéttarfélaganna en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” í „tegund flugmiða”og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum.

Íbúar utan Húsavíkur geta hringt á Skrifstofu stéttarfélaganna og keypt kóðann í með símgreiðslu. Eins má kaupa kóða beint á Orlofsvef stéttarfélaganna. Einnig er hægt að greiða fargjaldið með því að leggja upphæðina inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349. Mikilvægt er að muna að senda kvittun í gegnum heimabankann á netfangið kristjan@framsyn.is og einnig að senda tölvupóst á sama netfang til þess að við vitum hvert á að senda kóðana.

15% afsláttur í Jarðböðin

Samkvæmt samkomulagi eiga félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum rétt á 15% afslætti fari þeir í Jarðböðin í Mývatnssveit. Áður er farið er, þurfa félagsmenn að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá sérstök afsláttarkort.

Afsláttarkjör á bílaleigubílum

Stéttarfélögin hafa samið við Bílaleigu Húsavíkur um afsláttarkjör fyrir félagsmenn á bílaleigubílum fyrirtækisins í Reykjavík. Um er að ræða 15% afslátt frá listaverði. Stéttarfélögin og Bílaleiga Húsavíkur gerðu þennan samning til að auðvelda fólki sem nýtir sér flug frá Húsavík eða Akureyri að ferðast um höfuðborgarsvæðið í þægilegum bílum frá bílaleigunni. Þegar menn panta bíla hjá Bílaleigu Húsavíkur er nóg að þeir gefi upp að þeir séu félagsmenn í Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélagi Húsavíkur eða Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Þá er þessi góði afsláttur í boði fyrir félagsmenn.

Veiðikortið

Veiðikortið fæst á sérstökum vildarkjörum hjá stéttarfélögunum. Innifalið í veiðikortinu er ótakmörkuð veiði í 35 vötnum um allt land og ókeypis tjaldstæði í sumum tilfellum. Nánari upplýsingar um veiðikortið má finna hér. Hafið samband við skrifstofu til að kaupa veiðikortið.

Deila á