Starfsfólk á rétt á vinnufatnaði

Skrifstofa stéttarfélaganna hefur undanfarið hvatt fyrirtæki til að huga vel að vinnufatnaði starfsmanna en samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga atvinnurekendur að leggja til vinnufatnað í flestum tilvikum. Þá má geta þess að töluvert hefur verið um fyrirspurnir frá félagsmönnum varðandi skyldur atvinnurekenda til að leggja til vinnufatnað og öryggisskó. Read more „Starfsfólk á rétt á vinnufatnaði“

Fulltrúar frá Framsýn og VA stinga saman nefjum

Eftir formannafund Starfsgreinasambandsins á morgun hafa fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness ákveðið að  funda og fara yfir viðbrögð félaganna vegna stöðunnar sem upp er komin, nú þegar kjarasamningar eru í uppnámi. Þessi tvö félög ásamt Verkalýðsfélagi Þórshafnar sömdu sér árið 2011, það er þegar síðast var gengið frá almennum kjarasamningum á vinnumarkaði. Read more „Fulltrúar frá Framsýn og VA stinga saman nefjum“

Verður þú númer 1000?

Jæja kæru félagsmenn og aðrir vinir, nú göngum við inn í helgina og hlöðum batteríin fyrir næstu viku. Okkur langar að þakka fyrir mjög góðar undirtektir á facebook síðu félagsins en á stuttum tíma eru vinir okkar á samskiptamiðlinum orðnir næstum þúsund talsins sem er frábær árangur og slær öllum öðrum stéttarfélögum við. Read more „Verður þú númer 1000?“

Sambandsleysi stjórnvalda og ASÍ óþolandi

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins kom saman til fundar í gær til að ræða forsendur gildandi kjarasamninga. Að mati félagsins eru forsendurnar löngu brostnar og því blasir við uppsögn samninga nema Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld sýni ábyrgð og komi til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um breytingar á gildandi kjarasamningum. Read more „Sambandsleysi stjórnvalda og ASÍ óþolandi“

Sjúkrasjóðir mikilvægir verkafólki

Ríkissjónvarpið hefur síðustu daga fjallað um útgreiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga innan ASÍ sem hafa aukist hjá flestum stéttarfélögum. Í fréttunum í gær var gert að umræðuefni greiðslur úr sjúkrasjóði Framsýnar sem hafa aukist verulega á síðustu árum eða um 47% milli árana 2010 og 2012. Hækkunin er hins vegar mun minni milli árana 2011 og 2012 eða 8,9%. Read more „Sjúkrasjóðir mikilvægir verkafólki“

Þingiðn fundar eftir helgina

Stjórn Þingiðnar mun funda næsta miðvikudag kl. 18:00. Helstu málefni fundarins verða kjara- og atvinnumál. Á næstu dögum mun ráðast hvort samningum verður sagt upp eða ekki. Stjórn Þingiðnar mun fjalla um afstöðu félagsins til uppsagnar kjarasamninga á fundinum. Samiðn- samband iðnfélaga sem Þingiðn á aðild að hefur síðan boðað til fundar í Reykjavík um stöðu mála föstudaginn 18. janúar n.k.

Ófært að stjórnvöld og ASÍ tali ekki saman

Alþýðusamband Íslands boðaði í gær til formannafundar í Reykjavík um forsendur gildandi kjarasamninga og næstu skref. Fyrir liggur að flestar þær forsendur sem samningarnir byggja á eru þegar brostnar. Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, fór yfir stöðu mála og viðræður sambandsins við Samtök atvinnulífsins sem hafa skilað litlu sem engu. Hann lagði áherslu á að forsvarsmenn stéttarfélaganna færu heim og funduðu með sínu baklandi varðandi næstu skref. Read more „Ófært að stjórnvöld og ASÍ tali ekki saman“

Boðað til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði

Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar næsta fimmtudag kl. 17:00. Aðalumræðuefni fundarins verða kjaramál og hvort félagið eigi að leggja til að þeim verði sagt upp í janúar þar sem samningsforsendurnar hafa ekki staðist. Önnur mál verða einnig tekin til umræðu s.s. atvinnumál, siðareglur félagsins, málefni ungra félagsmanna og Fræðslusjóðsins Landsmenntar sem Framsýn á aðild að.

Desemberuppbót til fólks í atvinnuleit

Ríkistjórnin samþykkti 16. nóvember tillögu ráðherra um að greiða út desemberuppbót til atvinnulausra samkvæmt ákveðnum reglum. Upphæðin mun nema um 325 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastonfnun voru um 8500 manns í virkri atvinnulet í byrjun desember. Það þýðir að meðal desemberbuppbót til hvers og eins nemur rúmum 38.000 krónum.