SGS og NPA miðstöðin gera kjarasamning

Starfsgreinasambandið sem Framsýn á aðild að og NPA miðstöðin hafa undirritað kjarasamning sem tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. NPA miðstöðin hefur það að markmiði að veita fötluðu fólki á öllum aldri stuðning til að nýta notendastýrða persónulega aðstoð. Þannig hefur miðstöðin til dæmis aðstoðað við ráðgjöf við starfsmannamál, ráðningar, launa- og skipulagsmál og fleira. Read more „SGS og NPA miðstöðin gera kjarasamning“

Raufarhöfn og framtíðin

Dagana 26. – 27. janúar hefur verið boðið til íbúaþings á Raufarhöfn, undir yfirskriftinni: „Raufarhöfn og framtíðin“.  Þingið er haldið á vegum sameiginlegs verkefnis Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Háskólans á Akureyri og íbúa Raufarhafnar, um þróun byggðar á Raufarhöfn. Þá hefur Framsýn einnig látið sig málið varða. Read more „Raufarhöfn og framtíðin“

Hefja undirbúning strax!

Nú þegar fyrir liggur samkomulag milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um endurskoðun og framlengingu kjarasamninga hefur Framsýn ákveðið að hefja undirbúning að næstu kjarasamningsgerð þegar í stað. Samninganefnd félagsins hefur verið boðuð saman til fundar næsta fimmtudag en tæplega þrjátíu manns sitja í nefndinni frá flestum stærri vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar. Read more „Hefja undirbúning strax!“

Dalakofinn á Laugum- Störfin og þjónustan mikilvæg fyrir samfélagið okkar

Starfsmenn Framsýnar – stéttarfélags voru á ferð um Þingeyjarsveit í gær og komu m.a. við á Laugum í S.-Þing. Í þessum vinalega þéttbýliskjarna Þingeyjarsveitar er fjölbreytt atvinnulíf, m.a. Framhaldsskólinn á Laugum, Þingeyjarskóli með grunnskóla- og leikskóladeild, iðnaðarmenn, Sparisjóður S.-Þing., stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og vaxandi ferðaþjónusta. Read more „Dalakofinn á Laugum- Störfin og þjónustan mikilvæg fyrir samfélagið okkar“

Veikindi í stoðkerfi helsta vandamálið

Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um útgreiðslur og afkomu sjúkrasjóða innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Sem dæmi má nefna, þá greiddi Framsýn félagsmönnum um 15 milljónir í sjúkradagpeninga á síðasta ári. Í heildina voru útgreiðslur úr sjóðnum um 25 milljónir þegar teknir eru inn aðrir styrkir s.s. vegna sjúkraþjálfunar. Read more „Veikindi í stoðkerfi helsta vandamálið“

Samkomulag í burðarliðnum

Samkomulag milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins um endurskoðun kjarasamninga er í burðarliðnum þannig að flest bendir til þess að samningunum verði ekki sagt upp næsta mánudag þrátt fyrir forsendubrest. Í samkomulaginu er komið inn á jöfnun lífeyrisréttinda, aukin framlög í starfsmenntasjóði og að samningstíminn verði styttur um tvo mánuði. Read more „Samkomulag í burðarliðnum“

Trúnaðarmannanámskeið í mars

Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði  7 og 8. mars í samstarfi við Félagsmálaskólann.  Reiknað er með að námskeiðið fari fram í Mývatnssveit. Eftirfarandi þættir verða teknir fyrir á námskeiðinu: Tryggingar og kjarasamningar, Samningatækni og Vinnuvernd á vinnustöðum. Trúnaðarmenn eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 31. janúar nk. Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar. Read more „Trúnaðarmannanámskeið í mars“