Hátíðarhöldin fóru vel fram

Fjölmenni var á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í dag eða um 600 gestir. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók saman og leyfði okkur að birta sem og þau myndbönd sem eru á heimasíðunni og tengjast hátíðarhöldunum. Meðal þeirra sem komu fram, voru Karlakórinn Hreimur, Hjalti Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Ragnar Bjarnason. Ræðumenn voru Aðalsteinn Á. Baldursson og Ágúst Óskarsson.

Kristbjörg heiðruð fyrir vel unnin störf

Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar var heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu félagsins á hátíðarhöldunum í dag. Henni var afhent gullmerki félagsins. Kristbjörg hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. maí. Þessi mikla baráttukona er vel að þessum sem heiðri komin. Sjá myndband frá heiðruninni.

Hátíðarræða formanns Framsýnar

Formaður Framsýnar kom víða við í ræðu sinni í dag, auk þess að fjalla um verkalýðsmál og ákvörðun Vísis um að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík, kom fram, að hann fagnar 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hér má hlýða á ræðuna:

Funduðu með Vísi í dag

Forsvarsmenn Framsýnar funduðu í dag með fulltrúum Vísis hf. um áform fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík síðar í þessari viku og stöðu starfsmanna við ráðningarslitin. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu síðan funda með starfsmönnum á morgun.

Samið fyrir starfsfólk á Edduhótelum

Starfsgreinasambandið hefur fh. aðildarfélaga sambandsins gengið frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk á Edduhótelum. Samningurinn nær m.a. til starfsfólks innan Framsýnar sem starfar á Edduhótelinu á Stórutjörnum yfir sumarið. Starfsmenn sem koma til með að vinna á hótelinu í sumar er velkomið að líta við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá kynningu á samningnum.

Fundur með forsvarsmönnum Vísis hf.

Framsýn hefur loksins fengið fund með stjórnendum Vísis hf.  á Húsavík um stöðu mála og hvort fyrirtækið ætli að standa við áform um að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Framsýn ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Norðurþingi hafa mótmælt þessum áformum harðlega og þá er töluverð reiði í bænum með stöðu mála. Fundur Framsýnar og Vísismanna verður næsta mánudag. Read more „Fundur með forsvarsmönnum Vísis hf.“

Neysluviðmið – gagnlegt upplýsingatæki

Í vikunni hélt Framsýn – stéttarfélag opinn kynningar- og umræðufund um neysluviðmið. Framsögu hafði Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu.  Í máli hennar kom fram að starf stjórnvalda við gerð neysluviðmiða hófst á árinu 2010 með stofnun stýrihóps. Árið 2011 var kynnt ítarleg skýrsla um málið og virkjuð aðgengileg reiknivél á vef ráðuneytisins. Read more „Neysluviðmið – gagnlegt upplýsingatæki“