Formaður kallaður fyrir Byggðaráð Norðurþings

Byggðaráð Norðurþings óskaði eftir fundi með formanni Framsýnar í morgun til að ræða stöðuna og framtíðina er viðkemur áætlunarflugi til Húsavíkur. Eins og fram hefur komið hefur Vegagerðin boðað að ríkistuðningi við flug til Húsavíkur verði hætt um næstu mánaðamót. Fyrir liggur að það þarf kraftaverk til að svo verði ekki.

Fulltrúar Framsýnar og Norðurþings hafa fundað undanfarið með stjórnendum Flugfélagsins Ernis sem haldið hefur uppi flugi til Húsavíkur með miklum ágætum frá árinu 2012, ekki síst í samstarfi við aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Vissulega kom það heimamönnum töluvert á óvart að staða flugfélagsins væri með þeim hætti sem mbl.is greindi frá í gærkvöldi. Þar er haft eftir Einari Bjarka Leifssyni fjármálastjóra Ernis að flugfélagið glím­i við rekstarörðugleika og ætlunin sé að skila inn flugrekst­ar­leyfi flugfélagsins. Þá kemur einnig fram að flugfélagið sé meðal ann­ars með háar líf­eyr­is­sjóðs- og skatt­skuld­bind­ing­ar sem ekki hafi verið staðið skil á um nokk­urt skeið. Rekstur­inn sé þungur og fyrirtækið þurfi því að grípa til þessara aðgerða.

Á fundi byggðaráðs með formanni Framsýnar í morgun urðu miklar umræður um stöðuna og næstu skref. Nokkrum kostum var varpað upp sem verða teknir til frekari skoðunar. Kanna þarf t.d. betur aðkomu Vegagerðarinnar að áframhaldandi áætlunarflugi til Húsavíkur en Vegagerðin hefur talað fyrir þriggja mánaða útboði um jól og áramót sem er reyndar ekki boðlegt þar sem tímabilið þarf að vera töluvert lengra svo það verði áhugavert fyrir flugrekstraraðila að bjóða í áætlunina. Þá er ekki síður mikilvægt að tryggja að flugvellinum verði viðhaldið og hann verði áfram opinn fyrir sjúkraflug.

Síðast en ekki síst þarf að tryggja fjármagn svo hægt verði að ráðast í endurbætur á flugvellinum og mannvirkjum á vallarsvæðinu. Eitt er víst að málinu er ekki lokið, áfram skal barist fyrir áætlunar- og sjúkraflugi til Húsavíkur.  

Bændur verðlaunaðir og ályktað um samgöngumál

Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga fór fram síðasta mánudag í Félagsheimilinu Heiðarbæ. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru haldin fróðleg erindi auk þess sem bændur á félagssvæðinu voru verðlaunaðir fyrir góðan árangur í búfjárrækt. Erindi fluttu Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands sem fjallaði um starfsemi samtakanna. Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska fjallaði um tollvernd, breytingar á búvörulögum og sameiningu afurðarstöðva og Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LBHÍ  var fenginn til að fjalla um áhrif kögglunar á grasi og öðru gróffóðri á fóðrunarvirði. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar tók að sér fundarstjórn sem fór vel fram og óhætt er að segja að líflegar umræður hafi farið fram á fundinum auk þess sem fundarmenn töldu mikilvægt að álykta um samgöngumál á svæðinu. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða í lok fundarins.

„Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga lýsir áhyggjur yfir ástandi brúar yfir Skjálfandaflót á þjóðvegi 85 og skorar á Vegagerðina að flýta framkvæmdum sem mest má. Mikill kostnaður er á svæðinu vegna lokunnar brúarinnar og fyrirsjáanlegt að aukist enn“.

Samningur undirritaður um hvalaskoðun

Í dag var undirritaður nýr samningur milli Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík. Samningurinn byggir á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Hægt er að nálgast helstu atriði samningsins hér að neðan:

SAMNINGUR
milli
Framsýnar, stéttarfélags
og
Samtaka atvinnulífsins
um breytingar á kjarasamningi um störf á farþegabátum í ferðaþjónustu

1
. gr.

    Almennir kjarasamningar Framsýnar, stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins voru framlengdir með kjarasamningum SA og SGS 7. mars 2024. Kjarasamningarnir gilda frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Samningur þessi felur í sér nánara samkomulag um framkvæmd þeirra samninga fyrir félagsfólk Framsýnar sem starfar á farþegabátum í ferðaþjónustu og breytingu á gildandi kjarasamningi aðila vegna þessara starfa.

    2. gr.

    Launabreytingar og kauptaxtar

    Um almenna hækkun launa og orlofs- og desemberuppbót fer skv. aðalkjarasamningi SA og Framsýnar.

    Kauptaxtar verða sem hér segir á samningstímabilinu:

    1.2.20241.1.20251.1.20261.1.2027
    Byrjunarlaun475.820501.598527.087552.526
    Eftir 1 ár í starfsgrein483.750508.500533.250558.000
    Eftir 3 ár í starfsgrein494.225517.975541.725565.475

    Starfsmaður sem starfað hefur tvær vertíðir við hvalaskoðun skal eftir það ekki taka lægri laun en m.v. 1 ár í starfsgrein. Með vertíð er átt við a.m.k. 500 unnar stundir.

    3. gr.

    Við grein 5.1.1. bætist:

    Heimilt er að greiða fæðisgjald fyrir hverja ferð og skal það þá að lágmarki vera kr. 450 pr. ferð.


    Húsavík og Reykjavík, 26. mars 2024

    F.h. Framsýnar, stéttarfélags                                                 F.h. Samtaka atvinnulífsins

    Bókun

    Ef starfsmaður er sendur af atvinnurekanda, sem hann er í ráðningarsambandi við, til að sinna störfum hjá öðrum lögaðila, teljast unnar stundir þar sem hluti vinnuskyldu hjá atvinnurekanda, óháð því hver greiðandi launa er.

    Bókun

    Fyrirtækin sem starfa við hvalaskoðun á Húsavík leggja mikla áherslu á að öllum öryggisreglum sé fylgt er snúa að áhöfn og farþegum. Fyrirbyggjandi öryggisfræðsla er lykilþáttur í starfseminni og hnökralaus framkvæmd er mikilvæg til að tryggja gott orðspor atvinnugreinarinnar.

    Reynsla lykilstarfsfólks getur bætt enn frekar öryggisvitund um borð. Til að miðla þeirri reynslu með markvissari hætti munu fyrirtækin auka tíðni samstarfsfunda stjórnenda og fulltrúa starfsfólks.

    Bókun

    Skv. kjarasamningi skulu neysluhlé vera sem svara 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma. Þessi hlé eru tekin milli ferða eftir nánara samkomulagi starfsfólks og stjórnanda. Við skipulag ferða skal tryggt að starfsfólk fái þessi samningsbundnu neysluhlé.

    Ert þú búin að panta orlofshús fyrir sumarið 2024?

    Stéttarfélögin hafa opnað fyrir umsóknir um orlofshús og íbúðir sumarið 2024. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og umsóknareyðublað hér á heimasíðunni. Frestur til að sækja um orlofskosti á vegum félaganna er til 10. apríl 2024. Strax í kjölfarið verður húsunum  úthlutað til félagsmanna. Þá liggur frammi Fréttabréf á Skrifstofu stéttarfélaganna og í öllum helstu verslunum á svæðinu með upplýsingum um orlofskosti stéttarfélaganna, það er allt frá Mývatnssveit til Þórshafnar. Félögin hafa jafnframt áveðið að standa fyrir sumarferð á Langanes um miðjan júní. Ferðin verður auglýst nánar síðar.

    Flugi hætt til Húsavíkur – Fréttatilkynning 24. mars 2024

    Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. 

    Félögin munu fljúga sitt síðasta flug til Húsavíkur þann  1. apríl nk. Ernir hóf áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012 og hefur félagið þannig haldið þessari loftbrú gangandi í tæp 12 á, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni.  

    Mýflug fékk einnig stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars.  

    Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verður því á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur er til 31. ágúst 2024. Á næstu vikum verður sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. 

    Mýflug og Ernir vilja nota tækifærið og þakka samfélaginu öllu fyrir norðan fyrir frábært samstarf og ánægjuleg viðskipti en þó sérstaklega Stéttarfélaginu Framsýn sem stutt hefur við þessa loftbrú með fyrirmyndar hætti síðustu árin. 

    Sömu kveðjur senda félögin einnig til allra viðskiptavina sinna og bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum.  

    Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur.

    Eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann.

    Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafa lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig er hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri.

    Nánari upplýsingar veitir 

    G. Ómar Pétursson, rekstrarstjóri

    sími 860 6700 

    omar@ernir.is 

    Nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og SA samþykktur

    Nú rétt í þessu varð ljóst að nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og Samtaka atvinnulífsins hefur verið samþykktur. Verslunar- og skrifstofufólk innan Framsýnar starfa eftir þessum samning.

    Óhætt er að segja að samningurinn hafi verið samþykktur með milklum yfirburðum eins og sjá má hér að ofan en tæplega 91% þeirra sem kusu samþykktu samninginn. Kjörsókn var rúmlega 32%.

    Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

    Félagsmenn Framsýnar samþykktu kjarasamninginn- mikil ánægja með samninginn

    Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða. Nei sögðu 12,85% og 4,43% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru samtals 23.677 félagsmenn hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55%. Atkvæðagreiðsla um samningin stóð yfir dagana 13. til 20. mars. Framsýn á aðild að þessum samningi fyrir félagsmenn á almenna vinnumarkaðinum. Samkvæmt þessari niðurstöðu er mikil ánægja með samninginn.

    https://www.sgs.is/frettir/frettir/kjarasamningur-sgs-og-sa-samthykktur-med-miklum-meirihluta/

    Félagar í Þingiðn samþykktu kjarasamning SA og Samiðnar

    Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Samiðnar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaðir voru í Karphúsinu 7. mars síðastliðinn, er lokið. Þingiðn á aðild að samningnum fyrir sína félagsmenn. Atkvæðagreiðslur stóðu yfir frá 12.-19. mars 2024. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta í öllum tilvikum og taka gildi frá 1. febrúar sl. Niðurstöður ólíkra samninga á vegum Samiðnar má sjá hér:

    MOTTUMARS -Látum fylgjast með okkur-

    Ár hvert er marsmánuður tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá körlum á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali um 214 karlar.

    Framsýn hvetur félagsmenn til að fara í skoðun og reglulegt eftirlit sem bjargað hefur mörgum mannslífum þar sem krabbamein í blöðruhálskirtli hefur greinst á byrjunarstigi.

    Framsýn styrkir fullgilda félagsmenn vegna krabbameinsleitar svo sem í ristli og/eða blöðruhálsi um allt að kr. 40.000,- á ári.

    Framsýn stéttarfélag

    Introdution and voting on the collective  agreement between SGS and SA

    Framsýn encourages members to familiarise themselves with the collective agreement between SGS and SA. Voting has begun and runs until 9:00 am on Wednesday, 20th March . By entering the framsyn.is, members can vote on the contract. It contains all the key information about the agreement. Representatives of the union are ready to visit the workplaces and present the new contract. Further information are available at the trade union office.

    Framsýn trade union

    Kynning og kosning um kjarasamning SGS og SA

    Framsýn hvetur félagsmenn til að kynna sér vel innihald kjarasamnings SGS og SA sem félagið á aðild að fyrir sína félagsmenn. Atkvæðagreiðsla er hafin og stendur til kl. 10:00 miðvikudaginn 20. mars. Með því að fara inn á framsyn.is geta félagsmenn kosið um samninginn. Þar eru líka allar helstu upplýsingar um samninginn. Fulltrúar félagsins eru tilbúnir að mæta með kynningu inn á vinnustaði á félagssvæðinu verði eftir því óskað. Þá eru frekari upplýsingar einnig í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

    Framsýn stéttarfélag

    Ánægja með samninginn

    Framsýn stóð fyrir kynningarfundi í gær um nýgerðan kjarasamning SA og SGS sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn á almenna vinnumarkaðinum. Góðar og miklar umræður urðu um samninginn. Formaður Framsýnar fór yfir helstu atriði samningsins og síðan var opnað fyrir fyrirspurnir. Í máli fundarmanna kom fram almenn ánægja með samninginn enda standi stjórnvöld og sveitarfélögin við sínar yfirlýsingar er varðar nokkra þætti sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks, ekki síst þeirra tekjulægstu. Í lok fundar var skorað á félagsmenn að greiða atkvæði um kjarasamninginn en atkvæðagreiðslu lýkur næstkomandi miðvikudag kl. 09:00. Alls eru 1.072 á kjörskrá hvað þennan kjarasamning varðar. Til viðbótar má geta þess að forsvarsmenn Framsýnar eru tilbúnir að mæta á vinnustaði með kynningu á samningnum. Nú þegar hafa starfsmenn hjá tveimur fyrirtækjum óskað eftir kynningarfundum. Búið er að setja þá á, strax eftir helgina.(Mynd úr safni)

    Atkvæðagreiðsla hafin hjá Framsýn

    Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og SA sem Framsýn á aðild að hófst kl. 12:00 í dag. Meðfylgjandi er kosningaslóðin: https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/474?lang=IS

    Hér má sjá allar helstu upplýsingar um samninginn á upplýsingasíðu SGS: https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-sa-2024-2028/

    Rafræna atkvæðagreiðslan stendur til kl. 09:00 miðvikudaginn 20. mars. Alls eru 1072 á kjörskrá hjá Framsýn er viðkemur þessum kjarasamningi.

    Atkvæðagreiðsla um kjarasamning LÍV við SA

    Kjörstjórn Framsýnar auglýsir hér með rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga LÍV við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 10:00 mánudaginn 18. mars 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars 2024. Kosningarétt hefur allt félagsfólk Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar sem starfar samkvæmt þessum kjarasamningum.

    Kosning fer fram á framsyn.is. Innskráning á kjörseðil er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is

    Kjörstjórn Framsýnar

    LÍV signs a collective agreement with SA

    LÍV and the Icelandic Confederation of Business (SA) have signed a collective agreement valid until the end of January 2028. The agreement will be presented at a membership meeting next Monday and voted on by members, scheduled to end on 21 March 2024.

    The main goals of the agreement are to contribute to the reduction of inflation and the reduction of interest rates. The goal is also to increase the purchasing power of workers, create predictability in the economy, reduce inflation expectations and strengthen the competitiveness of the Icelandic economy.

    Wages increase proportionally but a minimum of ISK 23,750. The salary increase is retroactive, salaries will increase from 1 February 2024 by 3.25% and by 3.5% on 1 January 2025, 2026 and 2027. Salary-related items will increase correspondingly. December and holiday bonuses will also increase during the agreement period.
    Increased vacation rights were negotiated. For exmple, employees who have worked for 6 months in the same company and have reached the age of 22 or for 6 months in the same company after a high school diploma shall be entitled to a vacation of 25 days, as of the vacation year beginning on 1 May 2025 . Vacation rights will be further increased in the vacation year that begins on 1 May 2026, among other things, it is stipulated that after 6 years in the same company, employees will have 30 days of vacation.

    A special chapter on remote work is now part of the collective agreement with the aim of guaranteeing the rights of employees in remote work. There is also a change in the right of staff to attend professional courses without a reduction in daily wages, staff can now spend up to 16 daily working hours per year on such courses.

    With regard to VR’s members in Icelandair’s passenger and baggage services at Keflavík Airport, efforts will be made to change the shift arrangements in cooperation with the State Conciliation and Meditation Officer. This is to be completed by 20 December. It was also agreed that higher waiting payments will be established for those who do not have continuous working hours.

    A more detailed presentation of the collective agreement will be published on the website in the coming days, and it will also be presented at the union meeting on Monday evening, 18 March at 19:30. The meeting will be advertised separately.

    See the agreement here, in Icelandic only.

    LÍV undirritar kjarasamning við SA

    LÍV og Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir kjarasamning sem gildir til loka janúar árið 2028. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa við verslun og þjónustu. Samningurinn verður kynntur af félögunum og lagður fyrir félagsfólk í atkvæðagreiðslu sem fyrirhugað er að ljúki þann 21. mars 2024.

    Markmið samningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá er markmiðið jafnframt að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

    Laun taka hlutfallshækkun en að lágmarki 23.750 kr. Launahækkun er afturvirk, laun hækka frá og með 1. febrúar 2024 um 3,25% en um 3,5% þann 1. janúar árin 2025, 2026 og 2027. Kjaratengdir liðir hækka samsvarandi. Þá hækka desember- og orlofsuppbætur á samningstímanum.

    Samið var um aukin réttindi vegna orlofs. Til dæmis skal starfsfólk sem starfað hefur í 6 mánuði í sama fyrirtæki og náð hefur 22 ára aldri eða í 6 mánuði í sama fyrirtæki eftir framhaldskólapróf eiga rétt á orlofi í 25 daga og er miðað við orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025. Orlofsréttindi verða svo aukin frekar orlofsárið sem hefst 1. maí 2026, meðal annars er þá kveðið á um að eftir 6 ár í sama fyrirtæki skuli starfsfólk hafa 30 daga orlof.

    Sérstakur kafli um fjarvinnu er nú hluti af kjarasamningi með það að markmiði að tryggja réttindi starfsfólks í fjarvinnu. Þá er einnig gerð breyting á rétti starfsfólks til setu á fagtengdum námskeiðum án skerðingar á dagvinnulaunum og getur starfsfólk nú varið allt að 16 dagvinnustundum á ári til slíkra námskeiða.

    Hvað varðar kjör félagsfólks VR í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli náðist samkomulag um að unnið verði að breytingu á vaktafyrirkomulagi í samstarfi við ríkissáttasemjara og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir 20. desember. Þá var samið um hærri biðgreiðslur fyrir þau sem ekki eru með samfelldan vinnutíma.

    Ítarlegri kynning á kjarasamningnum verður birt á vefnum á næstu dögum og verður hann jafnframt kynntur af félögum í LÍV. 

    Kjarasamningur SA við LÍV

    Voting for Framsýn members has begun

    Electronic voting on the new collective agreement between SGS and SA to which Framsýn is a member began at 12:00 today. Here you can vote.

    https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/474?lang=IS

    Here you can see all the key information about the agreement on the SGS information page:

    https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-sa-2024-2028/

    The electronic voting runs until 09:00 on Wednesday 20 March. A total of 1072 are on the electoral roll of Framsýn regarding this collective agreement.

    Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

    Félagar í Þingiðn – atkvæðagreiðsla er hafin

    Klukkan 12 á hádegi í dag hófst atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Kosningunni lýkur 19. mars nk. kl. 12:00.

    Allir sem eru á kjörskrá aðildarfélaga fá sendan hlekk til atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst eða sms, ef upplýsingar eru til staðar. Einnig er hægt að greiða atkvæði með því að fara í gegnum hlekkinn sem fylgir þessari frétt:  https://samidn.is/kosning

    Meeting -about the newly concluded collective agreement

    The trade union invites an introductory meeting on the newly concluded collective agreement between SGS and SA on Thursday,  14th March at 12:00 pm in the union’s meeting room,. It will be interpreted in English and Polish. The collective agreement applies to employees in the labour market who work according to the collective agreement of Framsýn. Not for commercial and service workers, not for employees working by government agreement or municipal employees. Further information about the content of the collective agreement can be found on the unions’ website framsyn.is. Electronic voting on the agreement will start at 12:00 a.m. on Wednesday,  13th March  and ending at 9:00 a.m. on Wednesday,  20th March. You can vote through the union’s website, framsyn.is. It is extremely important that members who work according to the collective agreement vote on the agreement. For further information please contact the trade union office.

    Framsýn trade union

    Félagsmenn Þingiðnar – atkvæðagreiðsla hefst í dag, þriðjudag

    Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við Samtök atvinnulífsins (SA) sem Þingiðn á aðild að hefst á morgun, þriðjudaginn 12. mars, kl. 12:00 og stendur yfir til kl.12:00 þriðjudaginn 19. mars nk. Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar. Jafnframt verður komið fyrir slóð á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is svo allir félagsmenn Þingiðnar geti kosið en 75 félagsmenn eru á kjörskrá. Sjá frekari upplýsingar um samninginn:

    Ríkisstjórnin hefur tilkkynnt umfangsmiklar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga sem styðja eiga við markmið kjarasamninga.

    Kjarasamninginn má finna hér

    Helstu atriði kjarasamningsins má finna hér á glærum.