Stjórnarfundur í Þingiðn

Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 3. apríl kl. 18:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Mörg mál eru á dagskrá fundarins og þá verður jafnframt tekinn ákvörðun um tímasetningu aðalfundar sem haldinn verður eftir nokkrar vikur.

Bannað að skoða tölvupóst starfsmanna

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmd tölvufyrirtækið Advanía, sem áður hét EJS, til þess að greiða Guðjóni Magnússyni, fyrrverandi starfsmanni, 300 þúsund í miskabætur. Þá var fyrirtækið dæmt til að greiða 1200 þúsund krónur í málskostnað. Ástæðan er sú að fyrirtækið sótti tölvupóst á tölvupóstfang Guðjóns án hans vitneskju. Read more „Bannað að skoða tölvupóst starfsmanna“

Umsóknarfrestur um orlofshús að renna út

Félagar athugið. Síðasti dagur til að sækja um orlofshús á vegum stéttarfélaganna í sumar er þriðjudaginn 2. apríl.  Skrifstofan er opin til kl. 16:00. Þeir félagsmenn sem sækja um orlofshús eftir þessa tímasetningu hafa ekki forgang um orlofshús sumarið 2013.

Páskaleikur í gangi – vertu með!!

Eins og fram hefur komið er páskaleikur í gangi á heimasíðu stéttarfélaganna. Hægt er að senda inn nafn, heimilisfang og símanúmer á netfangið framsyn@framsyn.is fyrir kl. 12:00 á morgun. Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út í hádeginu á morgun og fá þeir páskaegg í verðlaun. Nöfn verðlaunahafa verða birt á heimasíðunni á morgun.

Sjómannasambandið stefnir norður

Sjómannasamband Íslands hefur ákveðið að halda formannafund sambandsins á Húsavík í haust. Sjómannadeild Framsýnar er aðili að sambandinu og verður ánægjulegt að fá formenn aðildarfélaga sambandsins til Húsavíkur. Reiknað er með að fundurinn standi yfir í rúmlega tvo daga og verði í október.