Smá grín fyrir þá sem heima sitja um helgina!

Þessi mynd er tekin af góðum manni nokkuð löngum sem var á Mærudögum á Húsavík um síðustu helgi. Myndin er tekin við höfnina og býr maðurinn á Húsavík, það er í suðurbænum. Þeim landsmönnum sem ætla ekki í útilegu um helgina gefst tækifæri á að taka þátt í getraun á vegum heimasíðu stéttarfélaganna svo þeim leiðist ekki um helgina. Sem sagt, hver er maðurinn á myndinni? Beðið er um fullt nafn. Þeir sem telja sig hafa rétt svar eru beðnir um að senda það á netfangið kuti@framsyn.is. Að sjálfsögðu eru vegleg verðlaun í boði og dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn. Góða skemmtun og ánægjulega helgi landsmenn góðir. (Sjá stærri mynd af manninum góða) Read more „Smá grín fyrir þá sem heima sitja um helgina!“

Húsnæðis- og kjaramál til umræðu

Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 7. ágúst  kl. 18:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Mál sem verða til umræðu eru kjaramál, húsnæðismál stéttarfélaganna, Vaðlaheiðargöng, þing AN í haust og AN-kortið sem veitir félagsmönnum afslátt víða um land.

Framsýn ávalt á vaktinni – samningsbrot í ferðaþjónustu

Að venju hefur mikið verið að gera á Skrifstofu stéttarfélaganna í sumar við að sinna starfsfólki við ferðaþjónustu. Því miður hefur töluvert verið um samningsbrot í greininni sem Framsýn lítur alvarlegum augum. Unnið hefur verið að því með starfsfólki og yfirmönnum viðkomandi fyrirtækja að koma hlutunum í lag. Read more „Framsýn ávalt á vaktinni – samningsbrot í ferðaþjónustu“

Starfsfólk vantar í vegagerð

Nú standa yfir miklar framkvæmdir á veginum frá Húsavík upp að þeistareykjum þar sem verið er að byggja upp Reykjaheiðarveginn. Vöntun er á starfsmönnum með meirapróf til að vinna á vörubílum og öðrum tækjum.  Áhugsamir eru beðnir um að hafa samband við Hólmgeir í síma 8945348 sem veitir frekari upplýsingar.

Innistaða fyrir arðgreiðslum en ekki hærri launum

Sem betur fer hefur árað vel í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum. Þess vegna lagði Framsýn til í síðustu kjarasamningum að fiskvinnslufólk fengi að njóta þess í hærri launum. Fyrir þá sem ekki vita eru byrjunarlaun starfsmanna í fiskvinnslu kr. 198.153 á mánuði. Því miður varð ekki samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar um þessa tillögu. Read more „Innistaða fyrir arðgreiðslum en ekki hærri launum“

Guðni sigraði á Mærudögum

Hin árlega og vinsæla hrútasýning Fjáreigendafélags Húsavíkur fór fram um helgina. Að þessu sinni var keppnin afar spennandi. Keppt var í tveimur flokkum, það er flokki eldri og yngri hrúta.  Eftir að dómararnir, Sigurður Þórarinsson úr Skarðaborg og Guðmundur Jónsson úr Fagraneskoti höfðu endurmetið hrútana þar sem tveir voru jafnir og efstir dæmdu þeir kynbótahrútinn Guðna Ágústsson í fyrsta sæti. Read more „Guðni sigraði á Mærudögum“

Opið hús hjá Framsýn – laugardag kl. 12:00-13:00

Framsýn – stéttarfélag bauð upp á opið hús í hádeginu í dag (föstudag) og verður aftur með opið hús á morgun (laugardag) kl. 12:00-13:00. Á opnu húsi er boðið upp kaffi, drykki, popp og augna- og eyrnakonfekt, sem er sýning á nýju kvikmyndinni um Framsýn og atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Sýning myndarinnar tekur um 20 mín. Verið öll velkomin!

Blaðamaður heimsíðunnar skaut mynd af Grétu, Berglind og Loga, sem hafa í nógu að snúast. Gréta er sjúkranuddari og rekur sjúkranuddstofu á Húsavík og Berglind og Logi reka kjötvinnslu og veisluþjónustu. Þessa dagana hafa þau í mörg horn að líta, enda bærinn fullur af fólki á Mærudögum.

Litir og list á Mærudögum

Blaðamaður heimasíðu Framsýnar – stéttarfélags brá sér í stutta gönguferð til að kíkja á Mærudagsskreytingar, en með hverju árinu verða íbúar listfengari og duglegri á þessu sviði. Íbúar, gestir, fyrirtæki, stofnanir og þjónustuaðilar taka sig saman og glæða Húsavik appelsínugulum, grænum og bleikum skreytingum og listaverkum. Sjón er sögu ríkari.

Read more „Litir og list á Mærudögum“

Við bjóðum heim á Mærudögum – í bíó!!

Nýlega gaf Framsýn út áhugavert myndband um starfsemi félagsins og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Myndbandið hefur fengið góða dóma og er mikið spilað (sjá www.framsyn.is – útgefið efni). Umsjónarmaður með gerð myndbandins var Rafnar Orri Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður. Framsýn mun verða með opið hús á föstudaginn og laugardaginn í fundarsal stéttarfélaganna (sjá meira).

  Read more „Við bjóðum heim á Mærudögum – í bíó!!“

RSK og fulltrúar Framsýnar í eftirlitsferð

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri munu í sumar taka höndum saman á nýjan leik og ráðast í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Fulltrúar aðilanna þriggja munu heimsækja vinnustaði, kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir. Yfirskrift átaksins er Leggur þú þitt af mörkum? Read more „RSK og fulltrúar Framsýnar í eftirlitsferð“

Ný og betri kjör fyrir félagsmenn

Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélags Þórshafnar eru aðilar að Afsláttarkorti Alþýðusambands Norðurlands fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Kortið veitir félagsmönnum afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum,verslunum og veitingastöðum á félagssvæði Alþýðusambands Norðurlands (AN). Stjórnir félaganna vonast til að félagsmenn komi til með að nota kortið og nýta sér þá afslætti sem það býður upp á. Nánari upplýsingar má finna hér á   heimasíðu kortsins. Félagsmenn geta nálgast kortið á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar. Read more „Ný og betri kjör fyrir félagsmenn“