Formanni vel tekið á Þórshöfn

Formaður Framsýnar var á Þórshöfn í gær og kom víða við á vinnustöðum. Honum var alls staðar vel tekið og var reyndar beðinn um að koma oftar til Þórshafnar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru úr ferð hans í bolfiskdeild Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn en þar var mikið að gera enda Þorsteinn ÞH nýlega komin til löndunar með góðan  afla, það er þorsk og ufsa. Sjá myndir: Read more „Formanni vel tekið á Þórshöfn“

Meistarinn í heimsókn

Daglega koma fjölmargir gestir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Hér er meistarinn sjálfur, Sigurður Hallmarsson í heimsókn. Hann leit við í vikunni til að spjalla aðeins við formann Framsýnar, það er milli verka. Þrátt fyrir að Sigurður sé kominn á efri ár er hann en að og heyra má hann spila við athafnir í kirkjunni auk þess sem hann er með vinnustofu á Hvammi þar sem hann málar flesta daga. Read more „Meistarinn í heimsókn“

Áhugavert myndband um Rifós

Rifós hf í Kelduhverfi lét útbúa myndband um starfsemi fyrirtækisins í sumar og hafa nú birt afraksturinn á netinu. Í myndbandinu má sjá verkferlið frá upphafi til enda og ekki annað hægt að segja en fegurðin fyrir austan sé einstök. Það var öðlingurinn Rafnar Orri Gunnarsson sem hafði umsjón með myndbandinu. Smellið hér til þess að horfa á myndbandið: http://www.youtube.com/watch?v=KegZMkxH-eg

Framsýn ályktar- Megn óánægja með fjárlagafrumvarpið

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gærkvöldi og voru mörg mál á dagskrá fundarins. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar í skuldavanda heimilanna og á framkomið fjárlagafrumvarp þar sem boðaðar eru frekari álögur á launafólk, álögur sem koma til með að koma sérstaklega illa við láglaunafólk. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Framsýn ályktar- Megn óánægja með fjárlagafrumvarpið“

Aðalsteinn áfram í stjórn SGS

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Miðstjórn sambandsins er óbreytt en í henni sitja Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Signý Jóhannesdóttir (Stéttarfélag Vesturlands) og Sigurður Bessason (Efling stéttarfélag). Read more „Aðalsteinn áfram í stjórn SGS“

Góðu þingi lokið

Rúmlega 130 þingfulltrúar frá 19 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands komu saman í Hofi á Akureyri en þar fór fram 4. Þing Starfsgreinasambands Íslands. Þingið fór vel fram og var ályktað um fjölmörg mál. Þingið hófst síðasta miðvikudag og lauk um hádegið í dg. Hér koma ályktanir þingsins. Read more „Góðu þingi lokið“

Kennitöluflakk kostar íslenskt samfélag tugi milljarða á ári

Alþýðusamband Íslands hefur lengi gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart kennitöluflakki og þeim skaða sem slík starfsemi veldur.  ASÍ gerir tillögur í 16 liðum um aðgerðir til að sporna við kennitöluflakki. Með því vill ASÍ taka frumkvæði og setja á dagskrá baráttuna gegn þessum skaðvaldi í íslensku atvinnulífi. Read more „Kennitöluflakk kostar íslenskt samfélag tugi milljarða á ári“

Ertu verktaki eða starfsmaður?

Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem launamaður eða ávinna þér slíkt. Read more „Ertu verktaki eða starfsmaður?“

Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með áherslur nýrrar ríkisstjórnar eins og þær birtast í fjárlagafrumvarpinu. Frumvarpið ber þess merki að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að rýra verulega tekjustofna ríkisins. Þannig var veiðileyfagjald útgerðarinnar lækkað um milljarða á sumarþingi og virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna lækkaður. Read more „Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið“