Ályktun um Húsavíkurflugvöll

Stjórn Framsýnar hefur ákveðið að senda frá sér ályktun um mikilvægi Húsavíkurflugvallar en verulega hefur skort á að flugmálayfirvöld setji nægjanlegt fjármagn í viðhald og rekstur flugvallarins. Framsýn hefur áhyggjur af því enda flugvöllurinn mikilvægur öllum þeim sem leið eiga um völlinn og ekki síst fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Sjá ályktun: Read more „Ályktun um Húsavíkurflugvöll“

Vinnumálstofnun þegir sem gröfin

Framsýn hefur undanfarnar vikur barist fyrir því að Vinnumálastofnun leggi ekki niður starfsemi stofnunarinnar á Húsavík 1. desember nk. Því miður virðist það vera ásetningur hjá stofnuninni að leggja niður starfsemina á Húsavík þrátt fyrir loforð núverandi stjórnavalda um að viðhalda opinberri þjónustu á landsbyggðinni og efla hana enn frekar. Read more „Vinnumálstofnun þegir sem gröfin“

Átt þú uppsafnaðan rétt í Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks ?

Nýjar starfsreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks sem félagsmenn Framsýnar í Deild verslunar- og skrifstofufólks eiga aðild að í gegnum Landssamband íslenskra verslunarmanna voru samþykktar í fyrra og hófst tveggja ára aðlögunartímabil þann 1. janúar 2014. Read more „Átt þú uppsafnaðan rétt í Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks ?“

Kjarasamningar SGS og BÍ – nýtt vefrit

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman vefrit um gildissvið og helstu efnisatriði kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtakana sem Framsýn á aðild að. Í ritinu eru að finna gagnlegar ábendingar til vinnuveitenda og þeirra sem ráða fólk til starfa í landbúnaði, varðandi kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Read more „Kjarasamningar SGS og BÍ – nýtt vefrit“

Aðalfundur STH

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður fimmtudaginn 4. desember 2014. Fundurinn verður á Sölku og hefst kl. 19:00. Veitingar í anda jólanna. Vegna veitinga þurfa menn að skrá þátttöku á fundinn á Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600 eða netfangið: linda@framsyn.is. Skráningu lýkur þriðjudaginn 2. desember. Read more „Aðalfundur STH“

Vísismálið til umræðu í Félagsdómi

Síðasta miðvikudag fór fram  málflutningur í Félagsdómi í máli Starfsgreinasambands Íslands fh. Framsýnar gegn Vísi hf. vegna starfsmanna fyrirtækisins á Húsavík. Forsagan er sú að Vísir lokaði starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík með mánaðar fyrirvara í vor. Uppsögnin kom til framkvæmda 1. maí. Málið er afar athyglisvert en Vísir hefur lagt mikið í vinnsluna á Húsavík á umliðnum árum. Read more „Vísismálið til umræðu í Félagsdómi“