Reiði og gleði á aðalfundi Framsýnar

Aðalfundur Framsýnar fór fram þriðjudaginn 19. maí. Fundurinn var vel sóttur og gekk vel fyrir sig. Mörg mál voru á dagskrá fundarins auk þess sem gögn úr rekstri félagsins voru lögð fram. Ánægja kom fram á fundinum með starfsemi og rekstur félagsins sem er einn sá besti innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og sáu fundarmenn ástæðu til að klappa fyrir góðum árangri félagsins. Read more „Reiði og gleði á aðalfundi Framsýnar“

Aðalfundur og glaðningur

Aðalfundur Framsýnar verður haldinn í kvöld, þriðjudag,  í fundarsal stéttarfélaganna og hefst fundurinn kl. 20:00. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í störfum félagsins á þessum tímamótum þegar allt logar í vinnudeilum. Allir fundargestir fá óvæntan glaðning frá félaginu. Þá verður boðið upp á kaffi og kleinur. Ekki missa af því. Read more „Aðalfundur og glaðningur“

Starfsgreinasambandið frestar verkföllum og gefur SA tækifæri til lausna

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Read more „Starfsgreinasambandið frestar verkföllum og gefur SA tækifæri til lausna“

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá verslunar- og skrifstofufólki

Félagsmenn í aðildarfélögum LÍV, þar sem taldir félagsmenn í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar, hafa verið samningslausir í tvo mánuði. Þar sem ekki náðist sátt við atvinnurekendur um grundvöll nýs kjarasamnings vísuðu stéttarfélögin deilum sínum til ríkissáttasemjara þann 17. apríl sl. Read more „Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá verslunar- og skrifstofufólki“

Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu

Formaður Framsýnar gaf út á félagsfundi á dögunum að hann ætlaði sér að sýna fulla samstöðu með félagsmönnum og leggja niður vinnu þá daga sem boðað verkfall næði yfir og gegna þess í stað verfallsvörslu. Hann verður því launalaus þessa daga eins og þeir félagsmenn sem verkfallið nær yfir. Read more „Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu“