Ríkisstarfsmenn innan Framsýnar

Framsýn boðar til kynningarfundar fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu á nýgerðum kjarasamningi Framsýnar/SGS og ríkisins þriðjudaginn 20. október kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá ríkinu koma til með að fá kjörgögn í pósti en um rafræna atkvæðagreiðslu verður um að ræða. Framsýn- stéttarfélag

Eftirlit um Þeistareykjasvæðið

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar fóru í eftirlitsferð um Þeistareykjasvæðið í gær. Framkvæmdir ganga vel og voru menn nokkuð ánægðir með gang mál og veðrið að sjálfsögðu sem hjálpað hefur verulega til í haust en menn búast við veðurbreytinum á næstunni og eru menn því að keppast við að gera sem mest áður en stöðva þarf framkvæmdir vegna veðurs og ófærðar. Sjá myndir úr heimsókninni: Read more „Eftirlit um Þeistareykjasvæðið“

Framsýn gengur frá kjarasamningi við ríkið

Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Framsýn á aðild að samningnum í gegnum SGS. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Read more „Framsýn gengur frá kjarasamningi við ríkið“

Fjölmenni á Hrútadegi á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn síðasta laugardag. Mikið fjölmenni var saman komið til að taka þátt í deginum sem kom víða að, það er úr flestum landshlutum. Gestum var boðið upp á þétta dagskrá allan daginn og reyndar vel fram á kvöldið. Mikil spenna var í loftinu þegar fallegustu hrútarnir voru boðnir upp en uppboðið hófst kl. 17:00. Read more „Fjölmenni á Hrútadegi á Raufarhöfn“

Bað um góðar kveðjur til Íslands

Ríkistjórn Finnlands hefur boðað verulegar skerðingar á greiðslum og réttindum fólks á vinnumarkaði í Finnlandi. Mótmæli hafa verið í landinu vegna þessa og hafa verkalýðsfélögin staðið fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir skerðingarnar sem koma sérstaklega illa við við fólk með litlar tekjur, þar á meðal SEL sem stendur fyrir samband verkafólks í matvælaiðnaði í Finnlandi. Read more „Bað um góðar kveðjur til Íslands“

Spjallað um málefni starfsmanna

Starfsmannastjóri Jarðborana hf., Torfi Pálsson, átti óformlegan fund með fulltrúum Framsýnar fyrir helgina. Torfi var á ferðinni á Húsavík og óskaði eftir spjalli um málefni starfsmanna en fyrirtækið hefur verið með verkefni við borun í Kröflu auk þess sem ekki er ólíklegt að fyrirtækið komi að fleiri verkefnum við borun í Þingeyjarsýslum á allra næstu árum enda semjist um það milli verkkaupa og verksala. Read more „Spjallað um málefni starfsmanna“