Mikið álag á Skrifstofu stéttarfélaganna

Ljóst er að framkvæmdirnar á stór Húsavíkursvæðinu kalla á aukna vinnu hjá starfsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hlutverk stéttarfélaga er meðal annars að koma í veg fyrir undirboð á vinnumarkaðinum, verja hagsmunni starfsmanna og standa fyrir öflugu eftirliti á svæðinu auk þess að vera í samskiptum við fjölmarga verktaka sem koma að uppbyggingunni. Read more „Mikið álag á Skrifstofu stéttarfélaganna“

Framsýn hefur áhyggjur af þróun mála varðandi greiðslur erlendra verktaka til samfélagsins

Framsýn, stéttarfélag hefur ákveðið að deila ákveðnum áhyggjum með sveitarfélögunum Norðurþingi og Þingeyjarsveit nú þegar framundan eru miklar framkvæmdir á Húsavík og á Þeistareykjasvæðinu í tengslum við uppbygginguna á Bakka. Read more „Framsýn hefur áhyggjur af þróun mála varðandi greiðslur erlendra verktaka til samfélagsins“

Skora á Vísi hf. að gera þegar í stað upp við starfsmenn

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum að senda frá sér yfirlýsingu vegna vangoldinna launa Vísis hf. til starfsmanna fyrirtækisins sem störfuðu í starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík áður en henni var lokað 1. maí 2014. Þrátt fyrir niðurstöðu Félagsdóms um að fyrirtækinu bæri að greiða starfsmönnum laun í stað þess að vísa þeim á atvinnuleysisbætur hefur fyrirtækið ekki gert upp við starfsmenn. Sjá yfirlýsingu Stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar: Read more „Skora á Vísi hf. að gera þegar í stað upp við starfsmenn“

Framsýn kallar eftir skoðun á áhrifum þess að tollar af landbúnaðarvörum verði felldir niður

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar, stéttarfélags í kvöld. Í ályktuninni kallar Framsýn eftir úttekt stjórnvalda á áhrifum þess fyrir landbúnaðarhéruðin og starfsmenn í matvælaiðnaði verði tollverndinni breytt samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Félagið telur algjört ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðfesta breytingarnar frá Alþingi án þess að vita hvað þær þýða í raun fyrir samfélagið, starfsmenn matvælafyrirtækja og veikar byggðir landsins. Read more „Framsýn kallar eftir skoðun á áhrifum þess að tollar af landbúnaðarvörum verði felldir niður“

Störf í boði hjá LNS Saga

Reglulega berast fyrirspurnir til Skrifstofu stéttarfélaganna varðandi það hvort störf séu í boði er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Því er til að svara að fyrirtækin hafa verið að auglýsa eftir fólki í blöðum og á sínum heimasíðum. Þeir sem hafa áhuga fyrir því að sækja um störf hjá LNS Saga sem sér að mestu um uppbygginguna á Þeistareykjum geta séð hvaða störf eru í boði með því að fara inn á slóðina https://lns-saga.rada.is/is/. Read more „Störf í boði hjá LNS Saga“

Þing LÍV kallar eftir nýjum vinnubrögðum

Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) kallar eftir nýjum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga þar sem allir axli sína ábyrgð. Margir hópar hafi farið fram síðustu misseri og reynt að rétta sinn hlut, óháð því hvaða áhrif það hafi á aðra launahópa eða hagkerfið. Á því tapa allir, segir í ályktun þingsins. 29. þing LÍV var haldið dagana 16. – 17. október á Akureyri og sátu það 79 fulltrúar aðildarfélaga sambandsins. Read more „Þing LÍV kallar eftir nýjum vinnubrögðum“

Þingi SGS lokið

Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Read more „Þingi SGS lokið“

Ríkisstarfsmenn innan Framsýnar

Framsýn boðar til kynningarfundar fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu á nýgerðum kjarasamningi Framsýnar/SGS og ríkisins þriðjudaginn 20. október kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá ríkinu koma til með að fá kjörgögn í pósti en um rafræna atkvæðagreiðslu verður um að ræða. Framsýn- stéttarfélag

Eftirlit um Þeistareykjasvæðið

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar fóru í eftirlitsferð um Þeistareykjasvæðið í gær. Framkvæmdir ganga vel og voru menn nokkuð ánægðir með gang mál og veðrið að sjálfsögðu sem hjálpað hefur verulega til í haust en menn búast við veðurbreytinum á næstunni og eru menn því að keppast við að gera sem mest áður en stöðva þarf framkvæmdir vegna veðurs og ófærðar. Sjá myndir úr heimsókninni: Read more „Eftirlit um Þeistareykjasvæðið“