Félagsliðar funda um sín mál

Fræðsludagur félagsliða verður haldinn laugardaginn 30. október í húsnæði Starfsgreinasambands Íslands að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Fundartími 13:00-16:00.

Fræðsludagurinn er haldinn einu sinni á ári og tilgangur dagsins er að fá alla félagsliða í landinu til að koma saman og ræða sín mál. Dagskráin er byggð á kynningum og fræðslu fyrir félagsliða sem geta svo nýtt sér það í starfi og þekkingu. Fræðsludagurinn er í boði fyrir alla félagsliða á landinu óháð stéttarfélagi. Félagsliðar innan Framsýnar sem hafa áhuga á að fara á fundinn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins. Fjölmennum á daginn og sýnum samstöðu.

Deila á