Ferðaþjónustan að lifna við

Fulltrúi Framsýnar gerði sér ferð í Fosshól um helgina. Á Fosshóli við Goðafoss er rekið gisti-og veitingahús. Einnig er hægt að leigja tjaldstæði á staðnum. Það er í fallegu umhverfi enda Goðafoss einn fallegasti foss landsins og reyndar svæðið allt. Benedikt og Salbjörg Ragnarsdóttir voru að vinna. Að þeirra sögn er ferðamönnum farið að fjölga sem heimsækja staðinn.