Fjör á trúnaðarmannanámskeiði

Síðustu daga hefur staðið yfir trúnaðarmannanámskeið á vegum stéttarfélaganna, Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur. Innan þessara stéttarfélaga eru um 40 trúnaðarmenn á öllum helstu vinnustöðum á svæðinu. Að þessu sinni taka tæplega 20 trúnaðarmenn þátt í námskeiðinu. Trúnaðarmennirnir koma víða að af félagssvæðinu, það er frá  Kópaskeri upp í Mývatnssveit. Við látum myndirnar tala sínu máli en námskeiðið kláraðist síðdegis í dag með tertu enda stóðu trúnaðarmennirnir sig vel á námskeiðinu sem MFA skipulagði fyrir stéttarfélögin.

Deila á