Vöfflur í boði og unga fólkið heiðrað

Eins og fjallað hefur verið um á heimasíðunni kom stjórn og trúnaðarráð Framsýnar saman til fundar síðasta mánudag ásamt stjórn Framsýnar-ung. Í tilefni af því að fundir á vegum stjórnar og trúnaðarráðs hafa legið niðri síðan í september 2020, það er „snertifundir“ var ákveðið að bjóða upp á kaffi og vöfflur enda voru menn almennt ánægðir með að fá að hittast aftur eftir langt hlé sem tengist Covid. Að sjálfsögðu urðu líflegar umræður á fundinum. Til gamans má geta þess að tvær ungar konur, þær Sunna og Elva, sem báðar sitja í stjórn Framsýnar-ung fengu smá gjöf frá Framsýn í tilefni af því að þær eignuðust nýlega börn. Þær létu það ekki aftra sér og mættu galvaskar á fundinn.

Deila á