Hvetur til samstöðu meðal sjómanna og SFS

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna á föstudaginn. Þar hitti hún fyrir formann Framsýnar, Aðalsteinn Árna Baldursson. Til stóð að Jakob G. Hjaltalín formaður Sjómannadeildar félagsins tæki þátt í spjallinu við Heiðrúnu en hann átti ekki heimangengt.  

Fundurinn var vinsamlegur og fór vel fram og skiptumst Heiðrún og Aðalsteinn á skoðunum um hagsmuni sjómanna og útgerða innan SFS. Umræður urðu um helstu baráttumál sjómanna og áherslur útgerðarmanna varðandi breytingar á núgildandi kjarasamningum sem hafa verið lausir frá því í desember 2019. Aðalsteinn sagði það óviðunandi með öllu að sjómenn væru búnir að vera samningslausir á annað ár. Taldi hann skyldu SFS og samtaka sjómanna að setja aukinn kraft í viðræðurnar. Sjómenn væru mjög óánægðir með stöðuna sem væri afar eðlilegt. Þá fór hann yfir helstu atriði úr kröfugerð sjómanna sem snúa meðal  annars að því að jafna lífeyrisréttindi meðal launþega með því að útgerðir greiði sambærilegt mótframlag af sjómönnum í lífeyrissjóð og þekkist á almenna vinnumarkaðinum.  Verðmyndunarmál, mönnunamál sem og önnur hagsmunamál sjómanna fengu einnig góða umræðu á fundi Aðalsteins og Heiðrúnar.   

Deila á