VÞ óskar eftir áframhaldandi samstarfi

Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar hafa um árabil átt gott samstarf um verkalýðsmál. Vegna endurskipulagningar á starfi Framsýnar sagði félagið upp samstarfssamningi við VÞ á síðasta ári. Í kjölfarið óskaði VÞ eftir viðræðum við Framsýn um áframhaldandi samstarf félaganna er viðkemur þjónustu við starfsmenn og félagsmenn innan Verkalýðsfélags Þórshafnar. Þjónustan hefur einnig falist í því að veita stofnunum og fyrirtækjum á Þórshöfn ákveðna ráðgjöf er tengist ákvæðum kjarasamninga á hverjum tíma. Fulltrúar frá stéttarfélögunum funduðu á dögunum þar sem ákveðið var að skoða frekara samstarf með gerð þjónustusamnings milli aðila. Meðfylgjandi þessari frétt er mynd af hressum félagsmönnum innan Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Deila á