Verða þorrablót í ár?

Væntanlega eru ekki miklar líkur á því að hægt verði að halda Þorrablót á komandi vikum vegna sóttvarnarreglna. Þorrablót er íslensk veisla sem haldin er á þorra með þjóðlegum mat, drykk og siðum. Þorrablót á uppruna sinn, eða endurvakningu, að rekja til 19. aldar en þó er minnst á þorrablót í fornum heimildum. Í gegnum tíðina hefur mönnum almennt tekist að halda Þorrablót í byrjun árs en vegna fordæmalausra aðstæðna eru blótin í uppnámi í ár. Til gamans fylgir hér með mynd af stórbónda sem var að gera sig kláran á Þorrablót sem fellur niður vegna aðstæðna sem þarf ekki að taka frekar fram. Væntanlega munu margir bregðast við stöðunni með því að halda fámenn heima Þorrablót. Skál fyrir því inn í helgina.

Deila á