Framsýn greiddi rétt um 19 milljónir í námsstyrki á árinu sem er að líða

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fengu félagsmenn Framsýnar rétt um 19 milljónir í námsstyrki á árinu 2020 sem er svipuð upphæð milli ára þar sem greiðslurnar námu um 18 milljónum árið á undan. Aðgengi félagsmanna að fræðslusjóðum sem Framsýn á aðild að í gegnum kjarasamninga veitir félagsmönnum þessa góðu styrki. Fullgildir félagsmenn eiga rétt á 130.000 króna styrk á hverju ári. Geymdur þriggja ára réttur getur numið allt að 390.000 krónum. Stundi félagsmenn kostnaðarsamt nám og klári sinn kjarasamningsbundna námsstyrk kemur Fræðslusjóður Framsýnar til aðstoðar með allt að 100.000 króna auka framlagi. Það er ekki bara gott að búa í Kópavogi, það er líka gott að vera félagsmaður í Framsýn stéttarfélagi.

Deila á