Stofnanasamningar og vinnutímastyttingar til umræðu

Verulegur tími fer í það um þessar mundir hjá starfsmönnum stéttarfélaganna að funda með forsvarsmönnum og starfsmönnum stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga hvað varðar vinnutímabreytingar og endurnýjun á stofnanasamningum. Þannig er að vinnutímabreytingar koma til framkvæmda um næstu áramót hjá starfsmönnum sveitarfélaga og hjá stofnunum ríkisins. Þó ekki hjá vaktavinnufólki, þar taka breytingarnar gildi 1. maí 2001.Vegna breytinga á launatöflu ríkisins þarf að taka upp alla stofnanasamninga sem gilda fyrir félagsmenn Framsýnar. Sem dæmi má nefna að fulltrúar Framsýnar funduðu í gær með skólastjórnendum Framhaldsskólans á Laugum  um þetta málefni og munu viðræður aðila halda áfram eftir helgina. Þá töku fulltrúar Framsýnar þátt í fundi Starfsgreinasambands Íslands með Vegagerðinni um sama málefni í gær auk þess að eiga fund með sveitarstjóra Norðurþings um hugmyndir sveitarfélagsins sem eru til skoðunar og tengjast vinnutímabreytingum. Þessi vinna heldur áfram eftir helgina með fundi með starfsmönnum Öxarfjarðarskóla.

Deila á