Aukin frjósemi meðal Þingeyinga?

Eitt af markmiðum Framsýnar er að fjölga Þingeyingum. Liður í því er að veita félagsmönnum fæðingarstyrk. Séu báðir foreldrar í félaginu sem fullgildir félagar eiga þeir rétt á 300.000 króna fæðingarstyrk og helming af upphæðinni sé annað foreldrið í félaginu. Í hverjum mánuði eru einn til þrír félagsmenn sem sækja um þennan sérstaka styrk sem er í boði hjá Framsýn. Þegar styrkjum fyrir ágúst var úthlutað á föstudaginn voru afgreiddir átta fæðingarstyrkir til félagsmanna sem er afar jákvætt og staðfestir að markmið Framsýnar að fjölga Þingeyingum gengur vel þar sem fæðingum fer fjölgandi sé tekið mið af umsóknum um fæðingarstyrki hjá félaginu. Koma svo!

Deila á