Aðalfundi Framsýnar lokið

Ýmislegt hefur gert það að verkum að ekki hefur tekist að halda aðalfund Framsýnar stéttarfélags fyrr en í gær, þriðjudag. Fundurinn var haldinn við sérstakar aðstæður sem tengist heimsfaraldrinum Covid- 19. Allt var gert til að tryggja fundarmenn fyrir hugsanlegu smiti þar sem tveggja metra reglan var viðhöfð, ekki var boðið upp á kaffi eða aðrar veitingar og þá var ekki komið fyrir borðum í fundarsölum en vegna tveggja metra reglunnar bauðst fundarmönnum að vera í tveimur fundarsölum. Til þess kom þó ekki þar sem mætingin á fundinn var hófleg. Nánar verður fjallað um helstu málefni fundarins á heimasíðunni á allra næstu dögum.

Deila á