Framsýn selur hlut sinn í Rifósi hf.

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur samþykkt að taka kauptilboði Fiskeldis Austfjarða hf. í eignarhlut Framsýnar í Fiskeldisfyrirtækinu Rifósi hf. í Kelduhverfi. Um er að ræða kaup á 84.000 nafnverðshlutum í Rifósi. Þar sem það stangast á við markmið og lög Framsýnar að eiga hlutabréf í fyrirtækjum var samþykkt að selja þennan litla eignahlut í fyrirtækinu til Fiskeldis Austfjarða. Það er von Framsýnar að Fiskeldi Austfjarða hf. eigi eftir að efla fiskeldi á félagssvæði Framsýnar stéttarfélags en töluverð uppbygging er fyrirhuguð á vegum fyrirtækisins í Kelduhverfi og Öxarfirði við Kópasker.

 

Deila á