Formaður kallaður fyrir byggðaráð

Byggðaráð Norðurþings boðaði formann Framsýnar, Aðalstein Árna, til fundar við ráðið í gær til að ræða stöðuna í atvinnumálum á svæðinu í kjölfar ákvörðunnar PPC að segja um 80 starfsmönnum upp störfum um síðustu mánaðamót. Áður hafði fyrirtækið gert ákveðnar breytingar í ljósi markaðsaðstæðna, það er ekki ráðið starfsmenn fyrir þá sem hætt höfðu störfum hjá fyrirtækinu sjálfviljugir. Forsvarsmenn Framsýnar hafa átt gott samstarf við stjórnendur PCC um málefni fyrirtækisins og starfsmanna. Á fundinum með Byggðaráði Norðurþings í gær urðu málefnalegar umræður um stöðuna og mikilvægi þess að hagsmunaaðilar vinni þétt saman að úrlausn mála. Framsýn er tilbúið í þá vegferð.

 

Deila á