Við opnum aftur fyrir heimsóknir

Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík opnar aftur fyrir heimsóknir á skrifstofuna mánudaginn 4. maí. Um leið og við viljum þakka félagsmönnum fyrir góðan skilning á stöðunni, það er á ákvörðun stéttarfélaganna að loka skrifstofunni tímabundið af öryggisástæðum vegna Covid- 19. Flestum erindum hefur á sama tíma verið sinnt í gegnum síma og með netpóstum. Þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir heimsóknir á skrifstofuna hefur mikið álag verið á starfsmönnum enda fjölmörg mál komið upp undanfarnar vikur er varðar réttindi félagsmanna á Covid tímum. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa staðið vaktina og svarað öllum þeim fjölmörgu erindum sem borist hafa skrifstofunni.

Þrátt fyrir að opnað verði fyrir heimsóknir á skrifstofuna viljum við biðla til félagsmanna og þeirra sem þurfa á þjónustu stéttarfélaganna að halda að virða tveggja metra regluna og skilaboð heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma. Sjáumst hress og gleðilegt sumar ágætu félagsmenn og fjölskyldur þeirra.  Framtíðin er björt.

Deila á