Ágætu ríkisstarfsmenn innan Framsýnar – munið að kjósa

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn sem undirritaður var við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs 6. mars síðastliðinn er hafinn. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkinu. Afar mikilvægt er að félagsmenn taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er gert með því að smella á hlekkinn í bleika borðanum hér að ofan. Til þess að geta greitt atkvæði verður svo að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Atkvæðagreiðslan klárast fimmtudaginn 26. mars næstkomandi klukkan 16:00. Hægt er að kjósa utankjörfundar á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Deila á