Starfsmenn Tjörneshrepps kátir

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Framsýnar og Tjörneshrepps vegna starfsmanna hreppsins er lokið. Henni lauk formlega 2. mars. Kosningaþátttaka var 66.7%. Atkvæðagreiðslan fór þannig, já sögðu 66,7%. Nei sögðu 0% og auðir og ógildir seðlar voru 0%. Samningurinn skoðast því samþykktur.  Kjarasamningurinn byggir á samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Kjarasamningurinn við Tjörneshrepp er nokkuð hagstæðari þar sem kveðið er á um að starfsmenn fái 4 launaflokka til viðbótar gildandi starfsmati.

 

Deila á