Kynningarfundur um kjarasamning SGS og SNS á Raufarhöfn

Framsýn verður með kynningarfund um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nær til starfsmanna Norðurþings á Raufarhöfn. Fundurinn verður á Hótel Norðurljósum þriðjudaginn 28. janúar kl. 16:30. Boðið verður upp á veitingar.

Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og stendur til 9. febrúar. Í næstu viku munu starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar, samtals 272 félagsmenn, fá kjörgögn og upplýsingar um kjarasamninginn heim til sín í pósti. Starfsmenn sem ekki fá kjörgögn í hendur og starfa eftir kjarasamningi Framsýnar og sveitarfélaganna geta kært sig inn á kjörskrá.

Framsýn stéttarfélag

 

Deila á