Vinnutími styttist um áramótin / Gildir fyrir verslunar- og skrifstofufólk innan Framsýnar

Samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og LÍV tekur vinnutímastytting gildi 1. janúar 2020. Framsýn á aðild að samningnum. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:

a) Hver dagur styttist um 9 mínútur, starfsmaður styttir vinnudaginn um 9 mínútur á hverjum degi og fer fyrr heim sem því nemur, á óbreyttum kjörum.
b)Hver vika styttist um 45 mínútur eða styttingunni safnað upp með öðrum hætti, til dæmis á 2ja vikna fresti eða mánaðarlega.
c) Safnað upp innan ársins, um það bil fjórir og hálfur dagur.
d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti, á óbreyttum kjörum/launum.

Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf.

Frekari upplýsingar um vinnutímabreytingarnar er hægt að nálgast á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Vinnutímastyttingin nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningi Landssambands ísl, verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Það er við verslun,- þjónustu- og skrifstofustörf.

Framsýn stéttarfélag

 

Fylgiskjal með frétt:

Verslunar- og skrifstofufólk

Stytting á vinnutíma félagsmanna Framsýnar:

9 mín á dag

45 mín á viku

3,15 tímar á mánuði

Útreikningur miðast við fullt starf.

Deila á