Opinn kynningarfundur á Húsavík vegna Bakka

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og umhverfisvöktunar hjá PCC BakkiSilicon hf, miðvikudaginn 2. október nk. kl. 16.30. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar að Garðarsbraut 26, Húsavík

Dagskrá:

-Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit Umhverfisstofnunar

-Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður úr eftirliti með PCC á Bakka

-Eva Yngvadóttir frá Eflu kynnir niðurstöður umhverfisvöktunar

-Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon mun fjalla um stöðu rekstrar á Bakka

Umræður verða að loknum framsöguerindum

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar og nærsveitamenn hvattir til að mæta

 

Deila á