Efla vinnudeilusjóð – örfrétt frá aðalfundi

Á aðalfundi Framsýnar var samþykkt tillaga um að heimila stjórn og trúnaðarráði að efla vinnudeilusjóð félagsins með tilfærslu á fjármagni milli Félagssjóðs og Vinnudeilusjóðs. Eins og staðan er í dag er búist við hörðum átökum í haust þar sem kjarasamningar hafa ekki náðst fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá ríkinu og sveitarfélögum. Hugsanlega eru því átök framundan ekki síst eftir ákvörðun samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga að mismuna starfsmönnum til launa eftir aðild þeirra að stéttarfélögum og heimasíðan hefur fjallað um síðustu daga.

Deila á