Tekist á um kjaramál og önnur mál á yfirstandandi stjórnarfundi

Nú stendur yfir stjórnarfundur í Framsýn en hann hófst kl. 17:00. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins. Eðlilega er staðan í yfirstandandi kjaraviðræðum aðal mál fundarins. Önnur mál sem eru til umræðu eru; Málefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, innflutningur á fersku kjöti, könnun á viðhorfi fólks til starfsemi Framsýnar, hækkanir sveitarfélaga og orlofskostir sem bjóðast félagsmönnum í sumar. Reyndar eru þetta helstu mál fundarins en þau eru fleiri.

 

Deila á