Viðræður og undirbúningur í gangi vegna kjarasamninga

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Óhætt er að segja að mikið álag sé um þessar mundir hjá forsvarsmönnum og starfsmönnum stéttarfélaga vegna yfirstandandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur og þá er undirbúningur á fullu varðandi aðra kjarasamninga sem falla úr gildi eftir áramótin eins og hjá starfsmönnum sveitarfélaga og hjá ríkinu.

Dagskráin er svona þessa vikuna:
Undirbúningsfundur stendur yfir í Reykjavík í dag vegna kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins sem Framsýn á aðild að. Kjarasamningurinn er laus 31. mars 2019. Fulltrúar frá Framsýn taka þátt í þessari undirbúningsvinnu.

Á morgun þriðjudag er sömuleiðis undirbúningsfundur í Reykjavík vegna kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og sveitarfélaga sem Framsýn á aðild að. Kjarasamningurinn er laus 31. mars 2019. Fulltrúar frá Framsýn taka þátt í þessari undirbúningsvinnu.

Á miðvikudag er samningafundur á Húsavík milli PCC Bakkisilicon og stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar. Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins taka einnig þátt í fundinum.

Á fimmtudag er síðan fundur í Reykjavík um ferðaþjónustusamninginn milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Um er að ræða samlestur á kjarasamningum sem til stendur að sameina í einn kjarasamning. Fulltrúi frá Framsýn mun taka þátt í þessari vinnu.

Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið settur á samningafundur á föstudag. Eins og sjá má á þessu yfirliti er mikið að gera um þessar mundir og dagskráin verður svona áfram næstu vikurnar og mánuðina.