Sláturtíð Norðlenska á Húsavík lokið

Sláturtíð Norðlenska á Húsavík lauk í gær, 30. október. Þetta er lengsta sláturtíð síðustu ára en slátrun hófst 30. ágúst.
Alls komu 120 starfsmenn til starfa við sláturtíðina þetta haustið og af 14 þjóðernum. Alls störfuðu 175 manns í sláturtíðinni í haust. Einungis einu sinni hefur fleiri gripum verið slátrað á Húsavík en 95.436 gripum var slátrað í haust sem er 78 gripum færri en í fyrra sem var metár í slátrun á Húsavík.
Meðalvigt dilka var með hærra móti þetta haustið en hún var 16,69 kíló. Miðað við fjölda af slátruðu fullorðnu fé má reikna með því að sauðfé hafi heldur fækkað á upptökusvæði Norðlenska á Húsavík. Það er þó ekki um verulega fækkun að ræða.

Einn innleggjanda á Húsavík, Sigurður Ágúst Þórarinsson í Skarðaborg, flokkar gripi sína.

Það var fleiru slátrað á Húsavík en sauðfé þetta haustið.

Pétur Óskar Skarphéðinsson stóð vaktina í fjárrétt Norðlenska á Húsavík í haust.

Ólafur Ingólfsson, Hlíð, ásamt Benedikt Hrólfi Jónssyni, aðstoðarréttarstjóra Norðlenska á Húsavík.

Heimild: Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

 

Deila á