Spreðað í auglýsingar – herferð ASÍ kostaði 6,3 milljónir fyrir utan vsk.

Eins og kunnugt er gerðu nokkur stéttarfélög alvarlegar athugasemdir við auglýsingaherferð ASÍ varðandi kjaramál sem verið hafa í birtingu undanfarnar vikur. Ótrúlegur áróður kemur fram í auglýsingunum sem beinist sérstaklega að kjarabaráttu verkafólks, varað er við launahækkunum og verkföllum. Virt auglýsingastofa var fengin til að gera auglýsingarnar enda kostuðu þær sitt eða um 6,3 milljónir fyrir utan vsk. Heildarkostnaður er því væntanlega um 7,8 milljónir.

Meðal þeirra stéttarfélaga sem hefur gert athugasemdir við auglýsingaherferð ASÍ og störf forsetans er Framsýn stéttarfélag. Allt bendir til að breytingar verði á forystu ASÍ á þingi þess í haust.

 

 

Deila á