Húsfyllir á fundi Framsýnar um fjármál við starfslok

Framsýn stéttarfélag og Íslandsbanki stóðu saman að fræðslufundi um lífeyrismál í fundarsal stéttarfélaganna í gær. Húsfyllir var á fundinum en rúmlega 60 fundarmenn sáu ástæðu til að koma á fundinn og fræðast um þessi mikilvægu mál. Yfirskrift fundarins var „Fjármál við starfslok“. Björn Berg fræðslustjóri Íslandsbanka flutti magnað erindi um þessi mál og kom inn á lífeyri fólks, skatta, sveigannleg starfslok og reglur Tryggingastofnunar varðandi lífeyri, skerðingar og samspil lífeyris frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði/fjármálastofnun. Erindið var mjög áhugavert og lögðu fundarmenn fjölmargar spurningar fyrir Björn.

Fjölmenni var á fundi Íslandsbanka og Framsýnar um fjármál fólks við starfslok á vinnumarkaði. Fundurinn var haldinn í gær.

Deila á