Dagur baráttunnar með Framsýn

Stéttarfélögunum hafa borist miklar þakkir frá fólki sem tók þátt í hátíðarhöldunum 1. maí og reyndar vel út fyrir það, þar sem ræður formanns og varaformanns Framsýnar hafa vakið töluverða athygli. Meðal annars hefur verið fjallað um þær í fjölmiðlum. Við látum fylgja með þessari frétt netpóst sem Framsýn barst í gær:

Við hjónin mættum á 1.mai hátíðarhöldin á Húsavík. En og aftur tek ég ofan fyrir Framsýnarfólki. Skemmtiatriðin voru frábær,mikill söngur og Gísli Einarsson skemdi ekki fyrir með sínu saklausa gríni. En það sem mér fannst standa uppúr voru frábærar ræður formanns og varaformanns. Mátulega langar og vel framsettar.

Ósk Helgadóttir reið á vaðið með skemmtilegri framsetningu á tilurð og tilgangi á Verkalýðsfélaginu Von,stéttarfélagi verkakvenna á Húsavík.

Hún á heiður skilið að taka þessa sögu til framsagnar á Degi Verkalýðssins 1. mai. Hjá mér vöknuðu margar spurningar sem verða til þess að leitað verður fanga.

Aðalsteinn Árni Baldursson,form. Framsýnar  flutti skelegga ræðu og kom víða við og ég tók allveg sérstaklega eftir því að í báðum ræðunum var hlustað af athygli af viðstöddum sem voru um 500 manns sem verður að teljast góð þáttaka.  Ég þakka Aðalsteini fyrir að taka upp hanskann fyrir aldraða og öryrkja en á það hefir vantað hjá verkalýðshreyfingunni síðastliðin ár. Ég held  að Framsýn hafi sýnt það í verki að félagið „Kreppir Hnefana“ í réttlætismálum okkar öryrkja og aldraðra og vona ég svo sannarlega að þetta sé byrjunin á að gleyma ekki gömlu félögunum sem eru ekki nægilega sporléttir orðnir.Allavegana er Framsýn að sýna í verki óskir okkar um að muna eftir okkur, sem þá vonandi skila sér við samningaborðin í komandi samningum. Aðalsteinn gerir sér greinilega fulla grein fyrir því að leiðrétting launa verkafólks sem og leiðrétting á kjörum aldraðra og öryrkja koma ekki til með verða leiðrétt af kjörnum fulltrúum á alþingi,margsannað er það skítapakk hugsar ekkert um nema sjálfan sig og er sjálftökufólk sem kemur ekkert við hvað aðrir þurfa að líða fyrir þeirra græðgi. Það skulum við muna þegar að þeim dómi kemur.Við skulum því styrkja undirstöður Framsýnar og annara þeirra verkalýðsfélaga sem sýna í verki að hlustað er á grasrótina.

Með félagskveðju frá Einarsstöðum

Örn Byström.

Deila á