Hækkun atvinnuleysisbóta

Ríkisstjórnin hefur fallist á kröfur Alþýðusambands Íslands um hækkun atvinnuleysisbóta. Grunnbætur munu hækka 1. maí nk. úr 227.417 kr. í 270.000 kr. á mánuði sem eru 90% af dagvinnutekjutryggingu. Hámarksfjárhæð tekjutengdra bóta hækkar úr 358.516 kr. í 425.647 kr. Loks hækka greiðslur vegna barna yngri en 18 ára úr 9.096 á mánuði fyrir hvert barn í 10.800 eða sem nemur 4% af fullum grunnbótum.

Deila á