Framsýnarmótið um helgina

Framsýnarmótið í skák 2017 verður haldið í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík um næstu helgi, það er 3.-5. nóvember.

Tefldar verða 7 umferðir alls. Fyrstu fjórar með atksákartímamörkum (25 mín á mann) en þrjár síðustu skákirnar með 90 mín + 30 sek/leik.

Mótið verður reiknað til Fide-skákstiga, Fide-atskákstiga og Íslenskra skákstiga.

Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Yfirseta

Keppendum verður heimilt að taka bye (sjálfvalda yfirsetu) í tveimur umferðum og fá fyrir það hálfan vinning. Það verður þó hvorki heimilt í fyrstu umferð né þeirri síðustu.

Tilkynna verður skákstjóra um yfirsetu áður en parað er í viðkomandi umferð.

Þátttökugjald

2000 kr. en 1000 kr. fyrir 16 ára og yngri.

Dagskrá.

  • Föstudagur 3. nóvember kl 20:00 1. umferð
  • Föstudagur 3. nóvember kl 21:00 2. umferð
  • Föstudagur 3. nóvember kl 22:00 3. umferð
  • Föstudagur 3. nóvember kl 23:00 4. umferð
  • Laugardagur 4. nóvember kl 11:00 5. umferð
  • Laugardagur 4. nóvember kl 17:00 6. umferð
  • Sunnudagur 5. nóvember kl  11:00 7. umferð

Verðlaun.

Veittir verða eignarbikarar í verðlaun handa þremur efstu af félagsmönnum Hugins og einnig fyrir þrjá efstu utanfélagsmenn. Einnig verða sérstök verðlaun veitt fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.

Það er stéttarfélagið Framsýn í Þingeyjarsýslu sem gefur verðlaun á mótinu. Veitingar á mótsstað verða jafnframt í boði Framsýnar stéttarfélags.

Fyrirtækið Eflir almannatengsl, hefur ákveðið að veita sérstök verðlaun á Framsýnarmótinu 2017 fyrir mestu stigabætinguna.

Skráning.

Væntanlegir keppendur geta skráð sig til leiks á þar til gerðu skráningarformi sem er hér og einnig á skák.is Hægt verður að skrá sig til keppni fram til kl 19:30 á föstudag, eða 30 mín áður en mótið hefst. Hægt verður einnig að skrá sig í mótið á mótsstað til kl 19:55 föstudaginn 3. nóvember.

 

Deila á