Jarmað á Raufarhöfn

Hrútadagurinn fór fram á Raufarhöfn á laugardaginn. Fjölmenni lagði leið sína á staðin til að taka þátt í Hrútadeginum og/eða til að taka þátt í annarri metnaðarfullri dagskrá sem staðið hefur yfir á Raufarhöfn undanfarna daga. Gestkvæmt var á Hótel Norðurljósum og á veitingastaðnum Kaupfélaginu sem er einnig gallerí. Báðir þessir staðir bjóða upp á gistingu og veitingar. Full ástæða er til að mæla með þessum stöðum enda metnaðarfullir eigendur sem reka þessa staði. Hér má sjá myndir sem teknar voru á Hrútadeginum:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Formaður Framsýnar var fenginn til að stjórna uppboðinu. Hér er hann ásamt Gunnari Björnssyni frá Sandfelli í Öxarfirði sem átti þann hrút sem vakti mestu athyglina. Hrúturinn fór á kr. 67.000 eftir að nokkrir bændur höfðu slegist um hann með yfirboðum en almennt er verið að selja hrúta á um kr. 30.000,-.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var mikið þuklað og skoðað á Raufarhöfn á laugardaginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Framsýn kom að því að styrkja hátíðina á Raufarhöfn sem fór vel fram í alla staði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á síðasta ári opnaði nýr og áhugaverður veitingastaður á Raufarhöfn sem einnig er Gallerí. Þetta heiðursfólk ræður þar ríkjum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar fór fyrir sínu liði á Hótel Norðurljósum og bauð upp á hlaðborð á laugardagskvöldið. Uppselt var í hlaðborðið.

Deila á