Vinnustaðafundur á Bakka

Í vikunni fór fram vinnustaðafundur á Bakka sem líklega er sá fjölmennasti í sögu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu. Það var útibú Beck & Pollitzer á Íslandi sem var heimsótt, en fyrirtækið hefur verið við vinnu á Bakka í um tíu mánuði og á eftir rúmlega ár af sinni vinnu. Rúmlega 180 manns mættu á fundinn en það eru allir starfsmenn fyrirtækisins á Bakka.
Fulltrúar Framsýnar fóru yfir helstu leikreglur íslensks vinnumarkaðar og réttindi launþega. Svo var boðið upp á tertur sem bakaðar voru í Heimabakarí.
Almenn ánægja var meðal viðstaddra með fundinn og greinilega áhugi á viðfangsefninu.
Myndavélin var með í ferðinni eins og sjá má hér að neðan.

Deila á