Innflytjendur á Húsavík

Forsvarsmenn stéttarfélaganna heimsóttu Háskólann á Akureyri á dögunum til að ræða niðurstöðu rannsóknar á högum innflytjenda á Húsavík, Dalvík og Akureyri. Kjartan Ólafsson formaður félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri stendur meðal annarra fyrir rannsókninni en hann tók á móti fulltrúum stéttarfélaganna.

Nokkur umræða hefur verið um þessa rannsókn eftir að nokkrir punktar úr niðurstöðunum voru kynntar af fjölmiðlum snemma í apríl. Sérstaklega hafa vakið athygli niðurstöður um laun innflytjenda á Húsavík sem vakti áhuga margra, meðal annars stéttarfélaganna.

Miðað við þau gögn sem fyrir liggja er erfitt að fullyrða eins og fjölmiðlar gerðu að launakjör innflytjenda á Húsavík séu lakari en gengur og gerist. Í fréttaflutningnum var þannig ekki tekið tillit til starfshlutfalls sem getur breytt niðurstöðunni mikið. Auk þess getur einsleitt úrtak haft brenglandi áhrif á niðurstöðurnar. Fleiri breytur geta auðvitað haft áhrif.

Deila á