Þingeyjarsveit tekur upp keðjuábyrgð

Á fundi sínum í gær, 6. apríl tók sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fyrir erindi Framsýnar um keðjuábyrgð. Erindi Framsýnar og afgreiðslu sveitarstjórnar má lesa hér að neðan eða smella hér til að fara beint í fundargerðina.

Framsýn – keðjuábyrgð verktaka

Lagt fram bréf frá Aðalsteini Á. Baldurssyni f.h. Framsýnar stéttarfélags þar sem skorað er á sveitarstjórnir á félagssvæðinu að samþykkja keðjuábyrgð verktaka. Keðjuábyrgð er eitt allra mikilvægasta verkfæri sem völ er á til að tryggja lögbundin réttindi og kjör.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að innleiða keðjuábyrgð hjá sveitarfélaginu. Þetta gildir um alla samninga um verklegar framkvæmdir og kaup á þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Þannig verði sett inn í slíka samninga ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Þingeyjarsveit tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Aðalverktakinn verði þannig í verksamningi gerður ábyrgur fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma. Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði.

Deila á