Sjómannasambandið fundar á morgun, mánudag

Sjómannasamband Íslands hefur boðað til áríðandi fundar á morgun með fulltrúum þeirra félaga sem sambandið hefur umboð fyrir gagnvart kjarasamningi sambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meðal þeirra stéttarfélaga sem veitt hefur Sjómannasambandinu umboð til samningagerðar er Framsýn, stéttarfélag en innan félagsins er sérstök Sjómannadeild. Fulltrúi frá félaginu mun taka þátt í fundinum. Því miður hefur ekki tekist að leysa kjaradeiluna milli SSÍ og SFS. Verkfall undirmanna á fiskiskipum hefur því staðið yfir frá 14. desember. Ljóst er að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi verða að hafa vilja til þess að klára samningagerðina. Því miður hefur ekki verið mikill vilji til þess.

Deila á